Goðasteinn - 01.06.1974, Side 42

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 42
Dagbók hélt hann í mörg ár, og ýmislegt fleira skrifaði hann, til dæmis dálitla sálmabók, þar sem voru allmargir sálmar úr gamla grallaranum. Hún var vel bundin í skinn og mun vera til í góðs manns vörslu. Hann bjó til langspil með strengjum úr tagl- hári. Eitthvað mun hann hafa reynt að nota þetta hljóðfæri. Fingrarím var honum nokkuð tiltækt. Friðfinnur var lengi hringjari við sóknarkirkju sína að Lang- holti og skyldurækinn í því sem öðru. Oftast mun hann um mið- aftansbil daginn fyrir stórhátíðirnar páska og hvítasunnu hafa far- ið að hringja inn hátíðina. Því hætti hann á efri árum, enda þá lengra að fara. Kirkjunni og kristindómi unni hann. Helgidaga hélt hann trúlega og virti í öllu fornar dyggðir. Góðrar hcilsu naut hann lengst af og ekki mjög næmur fyrir umgangskvillum. Friðfinnur dó 1911 eftir stutta legu. Sigríður Stefánsdóttir kona hans lifði nokkur ár rúmlæg í Háu-Kotey við góða umönnun Ár- nýjar Eiríksdóttur húsfreyju þar. 40 Goðastebm

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.