Goðasteinn - 01.06.1974, Page 45

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 45
Herlega hempu ber hún, harla vel út sér hún, kólgu og krapa ver hún, af kóngsdrottningu er hún, fjörutíu fer hún flaka í saumum barmarnir. Ég þori ei brúðrin benda þér. Öllum lysting lér hún, líst á kvendi betur. Borga hlýt ég böguna þá í vctur. Hötturinn kollinn hylur, þá hann allt skautið dylur, honum er undir ylur, þá hríðin utan á bylur. Hann auðs við skorð ei skilur. Að skrifa um hann, það förlast mér. Ég þori ei brúðrin benda þér. í kjálkana ei þig kylur, þá krúnuna á hann setur. Borga hlýt ég böguna þá í vetur. Séð hef ég sokka og skóna á selju elda lóna, það hæfir ei heimskum dóna á hoffrakt slíka góna. Þeirri vildi ég þjóna þilju gulls þá húma fer. Ég þori ei brúðrin benda þér. Þú fórst um föt mín róma með forljótt kvæðis letur. Borga hlýt ég böguna þá t vetur. Gleðileikakvæðið er prentað eftir handriti frá aldamótunum 1800. Höfundur þcss var uppi um miðja 18. öld. Kvæðið er þá vitni þess, að Landeyingar höfðu ekki sagt skilið við gleðileiki á þeim tíma. Godastehm 43

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.