Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 51

Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 51
verður okkur á túnræktina á Skógasandi, sem mjög sker sig úr um- hverfi sínu. Þarna var fyrrum svart sandflæmi, svo að varla óx þar stingandi strá. En árið 1955 var þar hafist handa við nýrækt, og var það upphaflega ætlunin að eyfellingar fengju þar bithaga fvrir sauðfé í stað Goðalands, er þeir höfðu nytjað fyrrum. Beittu Landgræðsla íslands og Skógrækt ríkisins sér fyrir þessum fram- kvæmdum og studdu heimamenn í þessari ræktun. En gróðurlend<ð á Skógasandi hentaði ekki vel til beitar, því að sauðkindinni fell- ur ekki einhæfur gróður. En það hentaði þeim mun betur sem tún og var því brátt notað til heyskapar að mestu leyci. Hefur þessi ræktun aukist nokkuð jafnt og þétt og er nú kom<n yfir þrjú hundruð hektara að stærð, svo að þarna getur að líta eitt af stærstu túnum landsins. f austurátt sér vel til Mýrdalsins, þar sem Pétursey, Fellsfjall og Búrfell rísa yfir sléttuna, en Dyrhóla- ey stendur traustan vörð við hafið og lætur engan bilbug á sér finna. Gegnt okkur vestan Skógár rís Drangshlíðarfjall, myndar- legt álitum og rís efst í Drangshlíðartindi, sem minnir helst á egypskan píramída. Við göngum nokkru lengra og sjáum þá brátt yfir he<ðina norð- an þessa fjalls og niður yfir undirlendið með fjöllunum, þar sem Holtsós blikar í morgunsól, en hann skiptir sveitum í Austur- og Vestur-Eyjafjöll. Til suðvesturs að sjá blasa Vestmannaeyjar við líkt og floti fagurra skipa á glitrandi haffletinum. En betra er að nota tímann og halda áfram. Því göngum við um stund upp melöldur og ása. Skógá fellur í allmiklu gljúfri vestan okkar. Frá henni kveður við þungur fossniður og er það ekki að ófyrirsynju, sem þetta fagra vatnsfall nefnist Fossá í forn- um ritum, því að í henni er mikill fjöldi fossa. Segja kunnugir menn að fyrir ofan sjálfan Skógafoss séu að minnsta kosti 22 aðrir fossar og gefa sumir þeirra Skógafossi lítið eftir að fegurð, þótt ekki nái þeir hæð hans. Skammt til austu.rs rennur og áin Kverna í gili og sveigir vegurinn í áttina að henni og fylgir henni síðan lengi. í henni eru líka nokkrir ljómandi fallegir fossar, sem er vel ómaksins vert að skoða. Fram undan rís nú allmikill fjalls- hryggur á m.iðri heiði og liggur frá austri til vesturs. Nefnist hanu Kambfjöll eða Kanfjöll. Vestan Skógár liggur Hornfell frá norðri Goðasteinn 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.