Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 52

Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 52
til suðurs, og innst á því Hornfelisnípa, allmikil og snarbrött. Austur undir Sólheimajökli gnæfir Skógafjall, og upp úr hvössum brúnum þess rísa stakir tindar, og ber mest á þrem þeirra, er heita Strákar og Latur. Voru strýtur þessar notaðar fyrrum sem mið, þegar Fjallamenn reru til fisks. Við göngum nú upp Kambfjöllin eftir snarbröttum sneiðingi. Skammt fyrir austan okkur eru fjöli þessi klofin af djúpum gilj- um og drögum. Er þar raunar innsti hluti árgljúfursins við Kvernu, en hún verður til úr fjölmörgum lækjum þarna í fjöllunum. Ofan Kambfjalla talca við lágar og grýttar hæðir og fer gróður ört minnkandi, er svo hátt er komið. Fyrr en varir komum við að austurkvísl Skógár, sem þarna kemur úr norðaustri og á upptök sín í jaðri Mýrdalsjökuls. Vesturkvíslin á aftur á móti upptök í Eyjafjallajökli og falla þær saman þarna vestan Kambfjallanna. Fjallasýn er að vonum mikilfengleg, þegar svo hátt er komið, því að jöklarnir tveir, Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru á næsta leiti. En ekki sýnast jafn tilkomumikil ýmis þau fell og fjöll, er áður bar við himin úr byggð að sjá og láta þar mikið á sér bera. Við vöðum yfir Skógárkvíslina á sæmilegu vaði og reynist hún varla í hné. Þarna við vaðið er harla flatlent og stund- um kemur það fyrir, þegar jakahrannir hlaðast í ána, að hún brýst úr farvegi sínum og flæmist til suðurs. Lendir hún þá saman við Kvernu, sem þá vex mjög, en að sama skapi minnkar þá i Skógá. En fremur er sjaldgæft að þetta gerist. Leiðin liggur nú inn svo nefndar Landnorðurstungur milli tveggja kvísla Skógár og lengi vel er gengið nálægt gljúfri austurkvíslarinnar, sem er allhrikalegt á köflum. Á hábrún fjallsins til norðurs sést nú vel til skála Fjallamanna, sem þar ber við bláan himinn og sýnist ærið reisulegur. Að síðustu er gengið meðfram og jafnvel eftir einstökum jckulfönnum og hér endar ruddi vegurinn. Brátt leggj- um við á brattann síðasta spölinn upp að skálanum. Er þar upp snarbratta móbergshlíð að fara og er þetta hinn raunverulegi Fimmvörðuháls samkvæmt fornri málvenju. Á honum voru fyrrum 5 vörður sem leiðarmerki. Eftir talsvert erfiði náum við í skál- ann og hvílumst þar um stund. Hús þetta var að allri gerð traust- lega byggt og hið vandaðasta, en hefur mjög látið á sjá hin síðari 50 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.