Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 53

Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 53
ár sakir veðra og vinda, auk þess sem umgengni hefur ekki verið sem best hjá öllum, sem þar hafa gist. Segja má líka að það standi á fremur óhentugum stað þarna á háhryggnum. Hvert sem l.itið er frá skálanum, má segja að útsýni sé hið dýrlegasta. f austri og vestri rísa jöklarnir, hvítir og tignarlegir, og í suðri getur að líta heiðar og fjöll og í fjarska glampar hafflötur- inn og minnir á eilífðina. Norðan skálans taka við naktir melar og jökulhálsar með fönnum í slökkum og giljum. Fjær sjást brúnir Goðalandsjökuls og efstu toppar Tindfjalla. Gróður er að vonum lítill, en jöklasóley unir sér þarna vel, auk ýmissa annarra teg- tegunda, sem gaman er að skoða. Nú höldum við norður háfjallið. Einstakar melhæðir þar efra nefnast sker og mun það málvenja frá því að jökull lá þarna yfir og melarnir stóðu upp úr líkt og sker úr sæ. Fyrst göngum við yfir á Þrívörðusker og þaðan yfir á Bröttufannarsker, sem er ail- stór hæð á norðurbrún fjallsins. Af Bröttufannarskeri er útsýn stórkostleg. Fyrir fótum okkar liggur Goðaland, stórbrotið og hrikalegt landslag með fjölmörgum giljum, gljúfrum og fellum. Mest kveður þar að Útigönguhöfða, sem er stærðar fjall. Fjær liggur Þórsmörk, og við greinum þar ýmsa kunna staði eins og Rjúpnafell, Valahnúk, Langadal, Húsadal, Hamraskóga, Slyppu- gil, Búðarhamar og fjölmargt annað. Fyrir innan Mörkina taka við Almenningar og þar rísa Lakar, háir og tígulegir. Handan Markarfljóts setja fjölmörg kennileiti svip á landið. Þar er Græna- fjall með Fauskheiði, Einhyrningi, Hesti og Hrútkolli. Mest ber þó á Tindfjöllum með samnefndum jökli. Þar í fjöllunum er Hita- gil, sem jafnan rýkur úr, og Kerið fræga, þar sem Höfðabrekku- Jóku, mögnuðum draug, var komið fyrir á sinni tíð. Einnig sér vel til Þórólfsfells og út Fljótshlíðina til Þríhyrnings. En ekki megum við eyða mjög löngum tíma í landfræðilegar athuganir, heldur ieggja niður brattann og sneiða rétt fram hjá Hvannárgilinu austanverðu. Hallar nú ört undan fæti og förum við fyrst niður snarbrattan móbergsfláa meðfram svonefndri Bröttufönn, sem nær niður undir Heljarkamb. Fönn þessa mun þó taka upp að mestu síðari hluta sumars. Þegar kemur niður úr mesta brattanum, taka við mosavaxnar flatir, sem enda við gil Goðasteinn 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.