Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 54
eitt alldjúpt. Höfði einn skagar fram í gil þetta, og er snarbrattur
að framan, en þó fær gangandi manni með góðri gát. Þar var
fyrrum farið niður. En við munum eftir einstiginu góða, sem
fyrir nokkrum árum var höggvið í móbergsgil eitt rétt fyrir vestan
Heljarkamb til að gera þar hestfæran veg. Förum við því niður
einstigið og síðan eftir skriðu þarna í gilinu. Heljarkambur skilur
höfðann og Morinsheiði. Við göngum upp af Heljarkambi og
norður á Morinsheiði, sem er öll miðshæðalaus ofan brúna. Svo
rennislétt er þar efra, að því er líkast að þarna sé flugvöllur frá
náttúrunnar hendi. Er það eitthvað annað en hrikalegt lands-
lagið fyrir austan þessa heiði, er nefnist Hrunar og enn fjær,
handan mikils skriðjökuls, taka við tungur, sem bera nöfnin, Guð-
rúnartungur, Teigstungur og Múlatungur. Liggja þær austur að
jöklinum.
Við göngum með einstakri vclþóknun eftir mosavöxnu fiatlendi
Morinsheiðar og fram á brún hcnnar að norðvestan, þar sem
heitir Heiðarhorn. Þar er allbratt niður, en greiðfært í besta lagi.
Hæðirnar neðan heiðarinnar heita Foldir og er þar talsvert gróður-
lendi. Við leggjum leið okkar meðfram Strákagili, sem þarna ligg-
ur til norðvesturs, og er víða hrikalegt. Sífellt mjókkar raninn
norðan gilsins og verður að lokum allógreiðfær, því að þar er
hann aðeins hvass klettahryggur. Þess vegna tökum við þann
kostinn að fara niður í gilið og ösla sitt á hvað yfir lækinn eftir
stórgrýttum botni þess.
Þarna á Goðalandi, eins og hlíðin sunnan Krossár heitir, er
talsverð gróðursæld og er þar að finna graslendi og ýmis konar
lyng og kvistgróður, þegar nokkuð kemur niður frá háfjallinu.
Af öllu bera þó Básar, en svo heita nokkrir hvammar og gilja-
drög við rætur fjallsins upp frá Krossáraurunum austan Réttarfells.
Þar komum við fram úr Strákagilinu og hvíldumst um stund í
Básunum, þar sem skiptast á grænar grundir, tærir fjallalækir
og angandi birkiskógar. Að koma úr svalanum og auðninni í
jökulheimum hálendisins niður í þessa jarðnesku paradís er líkt
og að verða vitni að kraftaverki og verður ekki með orðum lýst
að nokkru gagni.
Við göngum síðasta spölinn niður að Krossá, og á leiðinni
52
Goðasteirm