Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 54

Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 54
eitt alldjúpt. Höfði einn skagar fram í gil þetta, og er snarbrattur að framan, en þó fær gangandi manni með góðri gát. Þar var fyrrum farið niður. En við munum eftir einstiginu góða, sem fyrir nokkrum árum var höggvið í móbergsgil eitt rétt fyrir vestan Heljarkamb til að gera þar hestfæran veg. Förum við því niður einstigið og síðan eftir skriðu þarna í gilinu. Heljarkambur skilur höfðann og Morinsheiði. Við göngum upp af Heljarkambi og norður á Morinsheiði, sem er öll miðshæðalaus ofan brúna. Svo rennislétt er þar efra, að því er líkast að þarna sé flugvöllur frá náttúrunnar hendi. Er það eitthvað annað en hrikalegt lands- lagið fyrir austan þessa heiði, er nefnist Hrunar og enn fjær, handan mikils skriðjökuls, taka við tungur, sem bera nöfnin, Guð- rúnartungur, Teigstungur og Múlatungur. Liggja þær austur að jöklinum. Við göngum með einstakri vclþóknun eftir mosavöxnu fiatlendi Morinsheiðar og fram á brún hcnnar að norðvestan, þar sem heitir Heiðarhorn. Þar er allbratt niður, en greiðfært í besta lagi. Hæðirnar neðan heiðarinnar heita Foldir og er þar talsvert gróður- lendi. Við leggjum leið okkar meðfram Strákagili, sem þarna ligg- ur til norðvesturs, og er víða hrikalegt. Sífellt mjókkar raninn norðan gilsins og verður að lokum allógreiðfær, því að þar er hann aðeins hvass klettahryggur. Þess vegna tökum við þann kostinn að fara niður í gilið og ösla sitt á hvað yfir lækinn eftir stórgrýttum botni þess. Þarna á Goðalandi, eins og hlíðin sunnan Krossár heitir, er talsverð gróðursæld og er þar að finna graslendi og ýmis konar lyng og kvistgróður, þegar nokkuð kemur niður frá háfjallinu. Af öllu bera þó Básar, en svo heita nokkrir hvammar og gilja- drög við rætur fjallsins upp frá Krossáraurunum austan Réttarfells. Þar komum við fram úr Strákagilinu og hvíldumst um stund í Básunum, þar sem skiptast á grænar grundir, tærir fjallalækir og angandi birkiskógar. Að koma úr svalanum og auðninni í jökulheimum hálendisins niður í þessa jarðnesku paradís er líkt og að verða vitni að kraftaverki og verður ekki með orðum lýst að nokkru gagni. Við göngum síðasta spölinn niður að Krossá, og á leiðinni 52 Goðasteirm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.