Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 57

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 57
að ekkert hefði komið fyrir sérstakt, stóð alltaf til að eyða flest- um lömburn vegna þess, hve illa heyjaðist um sumarið. Vík ég nú aðeins að sjálfu Kötlugosinu í Tungunni. Af vatns- hlaupinu skemmdust ekki nema tvær jarðir, Hrífunes og Fiaga, sem töpuðu að mestu slægjum sínum undir vatn og sand. Eins og kunnugt er, stóð gosið yfir í þrjár vikur og allan þann tíma lá gosmökkurinn yfir Tungunni. Aðeins fyrsta daginn var vindur við austur og lagði því mökkinn yf.tr sveitina og þá allra mest yfir norður-Tunguna. Ég ætla ekki að lýsa því, hvernig þeir erfiðleikar voru, en flesta daga var mcira og minna myrkur og mökkurinn svo rafmagnaður, að stundum sýndist allt í björtu báli. Sandinn lagði nú svo ört yfir, að strax um miðjan októbcr varð alhaglaust fyrir allar skepnur, og voru þær, sem til náðist, vitanlega teknar á fulla gjöf. Sem betur fór, var búið að ná flestu fé af afrétti, áð- ur en gosið skall yfir. Allir sáu nú að hverju stefndi, en ekkert var hægt að gera, sem bjargráð voru í, nema bíða og sjá, hvort komist yrði yfir til Víkur með fé til slátrunar. Strax, þegar gosið fór að minnka, var hugsað um að senda menn til að athuga, hvort það mætti takast. Og þar kom, að ráðnir voru til þessarar fcrðar tveir mcnn, Þorsteinn Jakobsson á Flögu og Auðunn Oddsson á Snæbýli. Þeim gekk furðu vel að finna færa leið með því að rekja sig eftir Leirár- farvegi og síðan komast sem næst jöklinum, því að þar voru jakahrannirnar minnstar, og komust með sæmilegu móti í Hafurs- ey. Þaðan varð að rekja sig milli hranna í ótal krókum út yfir Sandvatn. Þorsteinn og Auðunn voru fyrstu menn, sem fóru yfir Mýrdalssand eftir Kötluhlaupið. Þegar þeir komu til Víkur, var þeim vel fagnað. Gangandi voru þeir auðvitað, en ótrúlega voru þeir fljótir á leiðinni, enda frískir og harðduglegir menn. Margir austanmenn höfðu teppst í Vík vegna hlaupsins og fögnuðu því mjög, að komist varð yfir Sandinn. Þeir Þorsteinn og Auðunn lögðu svo af stað austur dag eftir, snemma að morgni. Urðu nú samferða - að minnsta kosti í fyrstu - allir, sem teppst höfðu í Vík um hlaupið, þeirra á meðal tveir vinnumenn frá Ásum, Loftur póstur, Jóhannes á Herjólfsstöðum og Lárus á Klaustri, sem var sláturhússtjóri í Vík, og setti hann menn fyrir sig þar til að Goðasteinn 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.