Goðasteinn - 01.06.1974, Side 59
gekk sæmilega en að vonum hægt. Þegar fram á daginn kom,
minnkaði regnið og gerði alveg logn. Setti þá yfir svartaþoku, og
varð þá mjög erfitt að rata rétta leið, því að krókótt varð að fara
vegna hranna, sem hlaupið skildi eftir. En Auðunn hélt alltaf
áfram, og veðrið var orðið gott, stillilogn og frostleysa. Okkur
fannst nú orðið langt í Hafursey og ekkcrt sást fyrir þoku. Höfð-
um nú tal af Auðuni, hvort við mundum ekki vera komnir úr
leið. Hann bjóst nú kannski við því, en ekki þýddi annað en
halda áfram þangað til við yrðum stopp. Rétt á eftir stansar
hann og segir: „Nú kemst ég ekki lengra.“ Alls staðar var hrönn
framundan. Stcnsuðum við nú þarna og röbbuðum saman. Okkur
þótti hart að verða þarna stopp, svo að við fórum að labba með-
fram hrönninni til að sjá, hvort ekki væri einhversstaðar skarð,
sem hægt væri að komast í gegn. í ljós kom, að við vorum þarna
í einhvers konar kvíum, sem ekki var hægt að komast úr, nema
snúa til baka sömu leið. Þá vorum við það heppnir að birti í
lofti og þokunni létti. Sáum við þá í Hafursey og vorum þá stadd-
ir alveg upp undir jökli á móts við Eyna. Urðum við að fara til
baka töluverðan spotta, en gekk síðan vel að ná til Hafurseyjar,
og vorum við þar um nóttina og þóttumst vel hafa sloppið. Snemma
lögðum við af stað úr Hafursey, og veður var gott, logn og frost-
laust. Gekk nú allt vel með féð til Víkur, en geta vil ég þess,
að þegar við komum út fyrir Skiphelli, sjáum við hvar maður
kemur að utan fvrir vestan Kerlingardalsá á leið inn að Kerlingar-
dal. Sjáum við að hér muni vera Einar Hjaltason bóndi í Kerl-
ingardal, sá mikli höfðingsmaður. Þegar hann sér rekstur koma
fyrir austan á, snýr hann snöggt við og kemur austuryfir til okkar
og segir: ,,Mér datt í hug, að þetta væru Tungumenn, og ætla
ég nú fyrst að hjáipa ykkur út yfir ána.“ Það gekk nú ágætlega.
Þegar komið var yfir ána, segir Einar: „Nú ætla ég að fara á
undan ykkur til Víkur og sjá, hvað ég get gert til að flýta fyrir
ykkur. Það þarf endilega að slátra þessu fé í dag, ef mögulegt
er, en ég veit, að það er allt óundirbúið." Þar með yfirgefur hann
okkur og ríður heldur hratt. Fögnuðum við því að eiga þess von
að losna við féð strax, því að flest, er Einar tók að sér, náði fram
að ganga. Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum, þegar við
Goðasteinn
57