Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 59

Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 59
gekk sæmilega en að vonum hægt. Þegar fram á daginn kom, minnkaði regnið og gerði alveg logn. Setti þá yfir svartaþoku, og varð þá mjög erfitt að rata rétta leið, því að krókótt varð að fara vegna hranna, sem hlaupið skildi eftir. En Auðunn hélt alltaf áfram, og veðrið var orðið gott, stillilogn og frostleysa. Okkur fannst nú orðið langt í Hafursey og ekkcrt sást fyrir þoku. Höfð- um nú tal af Auðuni, hvort við mundum ekki vera komnir úr leið. Hann bjóst nú kannski við því, en ekki þýddi annað en halda áfram þangað til við yrðum stopp. Rétt á eftir stansar hann og segir: „Nú kemst ég ekki lengra.“ Alls staðar var hrönn framundan. Stcnsuðum við nú þarna og röbbuðum saman. Okkur þótti hart að verða þarna stopp, svo að við fórum að labba með- fram hrönninni til að sjá, hvort ekki væri einhversstaðar skarð, sem hægt væri að komast í gegn. í ljós kom, að við vorum þarna í einhvers konar kvíum, sem ekki var hægt að komast úr, nema snúa til baka sömu leið. Þá vorum við það heppnir að birti í lofti og þokunni létti. Sáum við þá í Hafursey og vorum þá stadd- ir alveg upp undir jökli á móts við Eyna. Urðum við að fara til baka töluverðan spotta, en gekk síðan vel að ná til Hafurseyjar, og vorum við þar um nóttina og þóttumst vel hafa sloppið. Snemma lögðum við af stað úr Hafursey, og veður var gott, logn og frost- laust. Gekk nú allt vel með féð til Víkur, en geta vil ég þess, að þegar við komum út fyrir Skiphelli, sjáum við hvar maður kemur að utan fvrir vestan Kerlingardalsá á leið inn að Kerlingar- dal. Sjáum við að hér muni vera Einar Hjaltason bóndi í Kerl- ingardal, sá mikli höfðingsmaður. Þegar hann sér rekstur koma fyrir austan á, snýr hann snöggt við og kemur austuryfir til okkar og segir: ,,Mér datt í hug, að þetta væru Tungumenn, og ætla ég nú fyrst að hjáipa ykkur út yfir ána.“ Það gekk nú ágætlega. Þegar komið var yfir ána, segir Einar: „Nú ætla ég að fara á undan ykkur til Víkur og sjá, hvað ég get gert til að flýta fyrir ykkur. Það þarf endilega að slátra þessu fé í dag, ef mögulegt er, en ég veit, að það er allt óundirbúið." Þar með yfirgefur hann okkur og ríður heldur hratt. Fögnuðum við því að eiga þess von að losna við féð strax, því að flest, er Einar tók að sér, náði fram að ganga. Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum, þegar við Goðasteinn 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.