Goðasteinn - 01.06.1974, Page 60

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 60
komum með féð til Víkur. Þeim móttökum gleymi ég aldrei. Oft vai okkur Tungumönnum vel tekið í Vík, en aldrei betur. Við þuritum ekkert annað að gera en að afhenda féð og því var öllu slátrað um kvöldið. Hestar okkar voru strax hýstir og við látnir fara í kaffi til skiptis. Hefði Einar Hjaltason ekki undir- búið þessar móttökur, hefði ekki verið hægt að slátra öllu fénu um kvöldið, og vorum við ánægðir, hvað þetta gekk nú allt vel. Næsta dag lögðum við af stað austur og höfðum klyfjar á hestunum og gengum, var svo gert í öllum ferðum þann vetur og þær urðu margar. Heldur var tíð mild á jólaföstu og oft rigning, en ekki lét sandurinn neitt undan, rann þó aðe.ins af lækjarbökkum. Auðséð var, að nú voru miklir erfiðleikar fram undan. Þá bætti það ekki úr, þegar fréttist að spánska veikin færi hraðbyri út um land, ef sá ófögnuður ætti nú að dynja yfir okkur ofan á allt annað. En sú gæfa var yfir Skaftfellingum, að í héraðið fluttist sá mikilhæfi maður, Gísli Sveinsson, sem þá um sumarið var veitt sýslumannsembættið í Skaftafellssýslum. Hann setti sýsluna í sótt- kví og mátti enginn koma austur yfir Jökulsá á Sólheimasandi, og enginn fara út yf.ir hana nema þeir, sem ekki ætluðu að koma aftur þann vetur. Sjómenn allir fengu að fara og aðrir þeir, sem hugðust dveljast vetrarlangt fyrir utan. Póstsamgöngum var þó haldið uppi með því móti, að póstarnir mættust við Jökulsá, en alveg bannað að þeir hittust. Með þessu hafðist að verja sýsluna fyrir þessari óheillaveiki. Og það held ég, að cngum öðrum manni en Gísla Sveinssyni hefði tekist, en enginn vildi verða til þess að brjóta boð hans. Þá fór Gísli Sveinsson sýslumaður þess á lcit við Landeyinga, hvort þeir gætu tekið hross af Tungumönnum, aðallega held ég til útigöngu. Komið var fram á þorra, þegar að því var hugað, en vitanlega hefðu Landeyingar tekið hrossin fyrr, ef um það hefði verið hugsað í tíma. Þarna fóru víst um 50 hross úr Tungunni og það var mikil og höfðingleg hjálp. Fyrir þetta tóku Landeyingar ekki. eina krónu, og það sem meira var um vert, að þeir tóku alla brúkunarhesta á gjöf og skiluðu þeim um vorið vel öldum. 58 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.