Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 62

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 62
Fór nú að sjást, að ekki væri hægt að halda búskap áfram á fjórum jörðum í sveitinni, þar sem öskulagið var þykkast. Þessar jarðir voru: Snæbýli, Ljótarstaðir, Búlandssel og Svartinúpur. Á Snæbýli voru til heimilis 5 manns: húsbóndinn og hjón með tvö börn. Þetta fólk fluttist til Reykjavíkur. Á Ljótarstöðum voru 11 manns í heimili: Foreldrar mínir, móðir föður míns, þá um nírætt, ég og uppeldissonur þeirra, ekkja Bárðar bróður míns með tvö börn á þriðja og fimmta ári, systir mín og maður hennar með tvö börn á þr.iðja og fyrsta ári. For- eldrar mínir fóru til sonar síns að Skálmarbæ í Álftaveri, systir mín og maður hennar fóru að Holti í sömu sveit og einnig ekkja bróður míns með börn sín. Frá Holti fluttu sig tveir bændur, sem ekki töldu sig geta verið þar, en aðkomufólkinu varð það að góðu. Slægjur þarna voru góðar um sumarið. Ég fór til Reykja- víkur og vann þar við vegagerð næsta sumar. Frá Búlandsseli fiuttist Páll Pálsson með konu sína og fimm börn, elsta var átta ára, móður sína og tengdamóður. Þetta fólk allt fluttist að Söndum í Meðallanúi, en þaðan fór þá Jóhannes Guðmundsson. Páli urðu þessi skipti að góðu. Hann heyjaði vel strax fyrsta sumarið og bjó á Söndum mörg ár. Um Pál held ég óhætt að segja, að enginn hafi verið verr staddur en hann eftir Kötlugosið. Ég held ég muni rétt, að hann segð.i mér, að þá ætti hann þrjár ær uppistandandi um haustið. Meðallendingar reynd- ust Páli vel og gáfu honum fyrsta haustið eitthvað af kindum. Brátt rættist úr mestu erfiðleikunum, enda Páll bráðduglegur mað- ur og hagleiksmaður mikill, kona hans líka dugmik.il. Hross mun hann hafa átt sex að tölu og eina kú. Frá Svartanúpi fluttist Björn Björnsson, sem þá var nýbyrjaður búskap þar, með konu, tengdamóður og gamlan mann, sem hjá honurn var. Björn flutti sig til Víkur, en stundaði það sumar vega- vinnu við Reykjavik. í Svartanúpi hefur ekki verið búið síðan. Alls munu hafa flutt burt úr Skaftártungu 32 menn. Þá munu hafa verið t hreppnum 120-130 manns. Það munar um minna fyrir eina sveit að missa burt um fjórða part af fólki sínu og af því fluttist ekki aftur í sveitina nema sex menn. 60 Godasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.