Goðasteinn - 01.06.1974, Side 63

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 63
Aftur var flutt að Ljótarstöðum eftir eitt ár, en varia hægt að segja, að þar væri byggilegt. Snæbýli var óbyggilegt í nokkur ár. Jarðirnar Búlandssel og Svartinúpur cru báðar í eyði. Slægjur voru mjög lélegar á flestum jörðum í Tungunni sumarið eftir Kötlu, en tíð nokkuð hagstæð. Það var helst, þar scm halla- mýrar voru, að askan rann dálítið til, og þar var vel loðið. Auð- vitað var talsverður áburður t öskunni. Skógarkjarrið fór ákaf- lega illa af öskunni og er auðséð af því, að jarðeldar hafa átt mikinn þátt í eyðingu skóga á Islandi. Af framansögðu sést, að Skaftártungumenn voru mjög illa stæðir fjárhagslega eftir Kötlugosið, þó náttúrlega dálítið misjafnt. Sumir menn urðu sama sem bústofnslausir, og allir bjuggu lengi að Kötlugosinu, efnalega séð. Ég hef hér aðallega sagt ftá erfiðleikum, sem Skaftártungumenn áttu við að búa, því þeir eru mér minnisstæðastir. Hins vegar er mér líka kunnugt um mikið tjón, sem Álftvcringar urðu fyrir. Þeir misstu mikið af sínum bústofni í sjálft hlaupið og mest af sínu haglendi. Sama má segja um Meðallcndinga, þeir misstu bæði sauðfé og hross í hlaupið. í Kirkjubæjarhreppi urðu verst úti heiðabýlin, því að þar varð askan mest. Þaðan fór talsvert af hrossum út í Landeyjar og allmargt af hrossum fór þangað úr Hörgslandshreppi. Þannig revndust Landeyingar Skaftfellingum mikil hjálparhella. Ljóst er af því, sem að framan er sagt, að Vestur-Skaftfelling- ar urðu fyrir miklu eignatjóni af völdum Kötlugossins, en mis- jafnlega miklu. Dyrhólahreppur mun hafa orðið minnst fyrir barð- inu á Kötlu, en þó mun þar hafa komið öskufall, er skemmdi haga í bili. Eitthvert samskotafé barst Skaftfellingum, en því miður man ég ekki hvaðan það kom. Upphæðin mun hafa verið kringum 36 þúsund krónur, sem sýslunefnd Vestur-Skaftfellinga úthlutaði árið 1920 og lá þá vel fyrir, hverjir mest tjón höfðu hlotið af völdum gossins. Það skal tekið fram, að þetta fé var ætlað þeim, sem verst urðu úti vegna gossins. Um það, hvort sýslunefnd hafð.i tekist að Goðasteinn 61

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.