Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 64
fara eftir því sjónarmiði, skal ég ekki dæma, en ýmsar skoðanir
voru uppi um, að það hefði nú ekki ráðið að öllu leyti. Úthlutan
af samskotafénu tii hreppanna í sýslunni var sem hér segir:
Hörgslandshreppur til 9 bænda kr. 1.300,00
Kirkjubæjarhreppur - 15 - 3.700,00
Leiðvallarhreppur - 16 - 7.000,00
Skaftártunguhreppur - 18 - 10.000,00
Álftavershreppur - 18 - 8.600,00
Hvammshreppur - 19 - 6.400,00
að ekki væri nú um meira fjármagn að ræða en þetta, þá
kom það sér mjög vel og var þegið með þökkum.
Skaftártunga hefur oft orðið illa úti af völdum Kötlugosa, aðal-
lega vegna öskufalls, sem skiljanlegt er, Skaftártunga liggur svo
nálægt jöklinum. Eggert Ólafsson getur um það í Ferðabókinni,
þegar hann var á ferð í Tungunni 1756, að öll býli væru þar
mannlaus, nema á Ljótarstöðum, þar segir hann vera sjö manns
og hafi e.ina kú, telur að fólkið lifi mest á hvannarótum.
62
Goðasteinn