Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 67
Einar Erlendsson og kona hans Þorgerður Jónsdóttir.
inn og því síður bíllinn. Losnuðu þessir hraðboðar oft og tíðum
við marga svitadropa á lcið s.inni, enda rækilega lagt fyrir þá að
doka hvergi.
Stóðst það á endum, að sjórinn taldist fær, sem kallað var, og
nóg var komið af fólki til vinnu, 50 sjómenn, scm voru skips-
hafnir á þrjá uppskipunarbáta, og um 30 í landi, til að taka á
móti vörunum í sandi og koma þeim í hús, alla leið upp á pakk-
húsloft. Svitnaði margur við þann burð, því verulegt magn þunga-
vörunnar var þá í 200 punda sekkjum, svo sem hrísgrjón, banka-
bvgg, matbaunir o. fl.
Heim úr sandi voru vörurnar fluttar á járnbraut með þar til
gerðum vögnum. Ýttu 4-6 menn hverjum vagni á brautinni alla
leið upp að verslunarhúsunum. Járnbrautin vat tekin upp að haust-
inu, en lögð niður sandinn að vorinu, rétt áður en von var á
vöruskipinu.
Er ekki að orðlengja það, að uppskipuninni var haldið áfram,
þangað til búið var að losa úr skipinu allar þær vörur, sem hingað
áttu á land. Var þá komið nokkuð fram á næsta dag. Tímakaup
Goðasteinn
65