Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 68

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 68
mun hafa verið greitt, sjómönnum 35 aura og landmönnum 20-25 aura. Ekki þekktist þá eftir- eða næturvinnutaxti, og þó var uppskipunarvinnan svo eftirsótt að oft komu fleiri en not var fyrir. Ekki þekktist heldur að borga fólki, sem búið var að kalla til vinnu, fyrir lengri eða skemmri bið vegna brims, sem hindraði oft afgreiðslu skipa lengri eða skemmri tíma. í slíkum biðum fékk aðkomufólk þó að sofa í pakkhúsi verslunarinnar. Næstu 3-4 daga, eftir að allar vörurnar úr skipinu voru komnar í hús, var sölubúð og pakkhúsi lokað fyrir allri verslun. Var sá tími notaður til að taka upp vörurnar, verðleggja þær og koma þeim fyrir, eins og þá þótti best hcnta fyrir vorkauptíðina. Fram að vorkauptíðinni var svo fremur lítið um að vera, cn fyrstu dagana í júlí komu fyrstu ullarlestirnar að austan. Komu venjulegast nokkrir saman. Þcir efnuðustu með 6-8 hesta í taumi með ull á klökkum, en aðrir, þcir fátækari, allt niður í 1-2 hesta með ull. Þegar litið er til þess, að ullin var þá nær það eina, er verslað var fyrir, hafa ekki allir farið héðan heim á leið með mikla né fjölbreytta björg í bú. Margir austanmanna voru í tjöldum, meðan þeir dvöldu hér í kauptíðinni. Um miðjan júlí mátti segja, að kauptíðin næði hámarki, og var þá margt um manninn og mikil ös í búðinni, enda verslunarsvæðið þá stórt, alla leið frá Lómagnúpi og vestur að Seljalandsmúla undir Vestur-Eyjafjöllum. Auk þess komu Öræfingar æði oft með sína vorverslun hingað og þá alltaf allir saman í einum flota. Afgreiðsla í búðinni fór eftir röð innleggjenda, og gat komist upp í 2 daga, að menn kæmust að, eins og það var kallað. Hjá okkur, sem afgreiddum í búðinni í kauptíðinni, býst ég við, að vinnudagurinn þætti nú nokkuð langur. Opnað var kl. 7 að morgni og oft ekki lokað fyrr en kl. 10 að kvöldi. Aðra tíma ársins var vinnutíminn frá kl. 8 árd. til kl. 8, og oft rúmlega það, að kvöldinu. Frá veru minni í Brýðabúð áðurgreint ár, og enda síðar, eru mér enn minnisstæðir nokkrir merkir bændur. Settu þeir svip sinn á vorkauptíðina, bæði innan búðar og utan, nokkuð þó hver með sínu móti. Vil ég í því sambandi nefna þessa: Þórarinn á Selja- 66 Goðaste'mn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.