Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 69
landi, Skúla í Mörtungu, Eyjólf á Botnum, Stefán á Hnausum,
Markús á Bakkakoti, Ásbjörn á Fljótum, Gísla í Gröf - allir
austan Mýrdalssands og svo Eyfellingana: Þorstein á Hrútafelli,
Jón á Seljavöllum, Vigfús í Eystri-Skógum, Birð í Ytri-Skógum,
Þorstein og Gissur í Drangshlíð. Læt ég hér bessa upptalningu
nægja, þó hún sé hvergi nærri tæmandi.
Á þessum tíma var vöruvalið fábreytt, naumast nema það allra
nauðsynlegasta til að framfleyta lífinu á frumstæðan hátt, t.d.
þóttu kringlur og svokallað fínabrauð lúxusvara. Þó sá Brýði
fyrir að nægilegar birgðir væru til af tóbaki og brennivíni. Ölvun
á kauptíðinni um þetta leyti var þó ekki orðin vcrulega áberandi.
Bar einna helst á henni hjá nokkrum Eyfcllingum, enda þá fyrir
nokkru hafin allöflug bindindisstarfsemi hér í allri sýslunni.
Lítið virtist vera um pcninga í umferð og dagleg peningaverslun
því venjulega mjög lítil. Hljóp þar helst á snærið þegar strand-
ferðaskipin voru afgreidd hér, að farþegar úr þeirn kæmu í land
og keyptu sér á flöskuna. Ekki þótti veruleg nýiunda að sjá mann
og mann kaupa fyrir gullpening, 10 og 20 króna, og einnig enska
eins sterlingspunds peninga.
Þeir, sem afgreiddu í sölubúðinni, gengu alltaf undir nafninu
,,búðarmenn“, sá sem hafði aðalbókhaldið á hendi ætíð ncfndur
bókhaldari og verslunarstjórinn sjálfur faktor. Utanbúðarmaður
var sá kallaður, sem á kauptíðinni afgreiddi þungavöru í pakk-
húsi og tók þar á móti, vóg og flokkaði ullina, harðfisk o. fl. Bar
ckki ósjaldan við, að hann lenti í þjarki við innleggjendur, sem
komu með ullina alltof blauta. Og fyrir kom, að það endaði með
því að sækja varð faktorinn sjálfan til að útkljá málið.
1 þá tíð þótti það ekki svo lítil upphefð að verða búðarmaður,
og ennbá, eftir 60 ár, stendur það ljóslifandi fyrir mér, þegar
Gunnar Ólafsson, faktor verslunarinnar, kom heim til foreldra
minna og spurði þau um, hvort hann ætti ekki að taka strákinn
í búðina, eins og hann orðaði það. Svar þeirra var vitanlega já-
kvætt og meira en það, að ég ekki nefni hvað hugur minn komst
hátt á loft.
Ekki var þó kaupinu beinlínis fyrir að fara þessa tvo fyrstu
mánuði mína hjá Brýðisverslun, sem var 25 krónur - fyrir báða
Goðasteinn
67