Goðasteinn - 01.06.1974, Side 72

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 72
Sagnir Sigurjóns frá Alftárósi „Pó ég viti ekki margt þá veit ég . . . Veturinn 1865-66 var fólk frá Knarrarnesi á Mýrum sem oftar að koma heim frá kirkju (sóknarkirkju sinni, Álftanesskirkju). Hafð.i það eins og oftast var venja, farið sjóleiðis suður í Kóranes og gangandi þaðan að Álftanesi. Meðal annarra, sem i förinni vou, var maður að nafni Bjarni Þórðarson, vinnumaður í Knarrar- nesi. Þá voru og í þessari ferð einhverjar af heimasætunu.m í Knarrarnesi, að minnsta kosti Ólöf. Eins og áður segir, var fólkið að koma heim, búið að setja bátinn og var að ganga frá lending- unni heim að bænum. Bjarni hafði eitthvað neytt víns þá um dag- inn og var orðinn dálítið kenndur um kvöldið. Og á leiðinni heim frá sjónum, tautar hann hvað eftir annað: ,,Þó ég viti ekki margt, þá veit ég, að ég á að drukkna í sjó með honum Samúel.“ Þetta snart Ólöfu óþægilcga, vegna þess, að hún var heitbundin manni, er Samúel hét og þá var í Knarrarnesi. Samferðafólkið bað hana fyrir alla muni að taka ekki mark á röflinu í karlinum, hálf- fullum. Var svo ekki meira um þetta rætt. Nú líður af veturinn án þess nokkuð bæri til tíðinda, en um vorið, 1866 2. maí, farast 4 bátar á Mýrum á heimleið úr Reykja- vík og á einum þessara báta voru þeir Samúel og Bjarni. Þannig urðu þeir samferða í sjóinn. Enginn veit, hvernig Bjarni vissi þetta fyrir. Vera má, að hann hafi dreymt, eða fyrir hann borið í vöku, citthvað það, er benti til að svona myndi fara, þó ekki hefði hann orð á því utan í þetta eina sinn, er hann var undir áhrifum víns, því þcss eru 70 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.