Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 73
ótal dæm.i, að hreyfir af víni segja menn frá ýmsu því, er þcir
ógjarnan ræða undir öðrum kringumstæðum.
Frá þessu sagði mcr tengdafaðir minn, Jón Samúelsson, er
lcngi bjó á Hofsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum, og oftast við
þann bæ kenndur, en hann var sonur kærustuparanna, Óíafar
og Samúels, er um getur hér að ofan. Jón ólst upp í Knarrarnesi
og heyrði um þetta talað á uppvaxtarárum sínum.
12. des. 1962.
Svipur lifandi konu
Atburður sá, er hér verður sagt frá, gerðist skömmu fyrir s.l.
aldamót, ég man ckki hvert árið, í Krossnesi í Álftanesshreppi á
Mýrum. Um þessar mundir bjuggu þar, og höfðu lengi búið,
öldruð hjón, börn þeirra voru öll uppkomin, og farin að heiman
utan þrjú: Málfríður, Ingibjörg og Andrés. Þann.ig hagaði til í
Krossnesi á þeirri tíð, að fjárhúsin voru alllangt frá bænum, lík-
lega um hálfrar klst. gang, en engjarnar alveg hjá húsunum. Eng-
in hæð er á milli húsa og bæjar. Sést því öll leiðin, bæði frá bæn-
um og húsunum. Öll voru fjárhús í Krossnesi cindyra, og þannig
byggð, að á báðum hliðarveggjum var bcygja á móts við fremri
jötuendann, og svo hlaðn.ir hvor á móti öðrum uns hæfileg dyra-
brcidd var á milli veggjacndanna. Var því jatan beint inn af dyr-
unum og voru svo sem 2-3 fet frá dyrum að garðahaus.
Sumarið, sem hér um ræðir, var í Krossnesi kaupamaður er
Magnús hét Arnbjarnarson. Dag nokkurn á engjaslætti, fóru þeir
Magnús og Andrés strax um morguninn á engjar. Málfríður átti
að vera heima við heyþurrkun, en Ingibjörg skyldi vera heima til
hádegis, fara svo mcð hádegiskaffið á engjarnar og vera þar það,
sem eftir væri dagsins, Þegar tími þótti til kominn, fóru þeir
Andrés og Magnús inn í eitt fjárhúsanna, til að matast. Að því
búnu lögðust þeir upp í jötuna og ætluðu að fá sér hádegisblund
- svo sem venja var til víða í sveitum hér fyrrmeir. - Lögðust
þeir andfætis, þannig að Andrés sneri höfði fram en Magnús
inn. Við honum blöstu því dyrnar, og sá hann þaðan, sem hann
lá, alla leið heim í Krossnes, því fjárhúsdyrnar sneru í þá átt.
Godasteinn
71