Goðasteinn - 01.06.1974, Side 75

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 75
Maðurinn á skúrloftinu Skömmu fyrir eða um 1920, um haust, fórst með allri áhöfn norskt seglskip hlaðið timbri, sem átti að fara til Borgarness. Mikið rak úr þessu skipi, bæði skipinu sjálfu og farminum. Allö var það meira og minna brotið, margt alveg mölbrotið. Mest af þessu rak í Straumfjarðarlandi, Straumfjarðareyjunum og Fram- eyjum Knarrarness. Fatnaður, húsgögn og búsáhöld, sem ekki var algjörlega eyðilagt, var borið upp á geymsluloft, sem er í skúr við austurgafl íbúðarhússins í Straumfirði. Meðal annars scm þangað var flutt, var káetuborðið. Þó furðulegt megi teljast, fannst innan um brakið, mölina og þarann, dagbók skipsins ekld meira skemmd en svo, að hún var læsileg eftir að búið var að þurrka hana. Að þurrkun lokinni var hún látin á káetuborðið. Síðast hafði dagbókin verið færð kl. 1 daginn áður en skipið fórst - það fórst um nótt í vestan roki og foráttubrimi -, telur skipstjórinn sig þá norðvestur af Garðskaga. Stuttu eftir að þetta slys vildi til, dreymdi stúlku, er Sigríður hét, og þá var í Straumfirði, að hún þykist stödd niður við sjó skammt frá Straumfjarðarbænum. Sér hún þar mann, og er hann að róta í braki því, er þar hafði rekið. Ekki þekkti hún manninn, hafði aldrei séð hann fyrr, og engin orð fóru þeim á milli. Lengri var draumurinn ckki. Ekki man ég hvort það var næsta dag, en það var einhvern næstu daga, að Sigríður á erindi út í skúrloft. Þegar hún kemur upp í stigagatið, sér hún, að maður stendur við káctuborðið og er að blaða í skipsdagbókinni. Þekkir hún strax að þetta er sami maðurinn og hún sá í draumnum, og þá var að róta í bralc inu. Verður henni ekki um sel, svo hún snýr aftur og fer inn í eldhús. í eldhúsinu var eitthvað af heimilisfólkinu. Sér það, að Sigríði er brugðið, og spyr hvað valdi. Segir hún því þá, hvað fyrir hana bar í skúrloftinu. Óðara var brugðið við og farið út í skúrloft, en þá er þar enginn maður sjáanlegur, og mér er ekki kunnugt um, að maðurinn, sem Sigríður sá þar, hafi sést síðan. 10. des. 1962. Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.