Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 76
Sigurður í Hjörsey segir fyrir
um clauða sinn
1 jólablaði Alþýðubladsins, sem út kom núna fyrir jólin 1961, er
grein um sjóslysið við Hjörsey 1. maí 1897, eftir Jóhann Jónatans-
son. Við lestur þessarar greinar rifjaðist upp fyrir mér tvennt í
sambandi við þetta slys. Annað var, hve ákveðið Sigurður í
Hjörsey sagði fyrir um dauða sinn. Hann sagði ekki einum kunn-
ingja sinna, heldur mörgum, síðasta veturinn sem hann lifði, að
með vorinu - þ.e. 1897 - yrðu sínir dagar taldir. Hitt, að hann
vitjaði nafns til nágrannakonu sinnar fáum nóttum eftir dauða
sinn. Um fyrra atriðið sagði mér greinilegast Guðjón Sigurðsson,
cr lengi bjó í Straumfirði, greinargóður og gagnmerkur maður.
Á síðustu áratugum s.l. aldar var verslun í Kóranesi. Þar versl-
uðu Mýramenn mikið, einkum þeir, er nálægt sjó bjuggu. Þangað
var stutt að fara í kaupstað, og þangað auðvelt að fara sjóveg,
enda sú leiðin farin á öllum tímum árs, ef ekki hamlaði ís eða
óveður. Hins vegar ekki annað yfir að fara á landi en illfærar
vegieysur, hvert sem fara átti, nema þegar hjarn var. Um alda-
raðir og allt fram á fyrstu áratugi þessarar aldar, stunduðu margir
Mýramenn sjóróðra á Suðurnesjum á vetrarvertíðum.
Skömmu fyrir byrjun vetrarvertíðar 1897 fer Sigurður í Hjörsey
kaupstaðarferð í Kóranes. Þar hittast þeir, hann og Guðjón í
Straumfirði, en þeir voru nákunnugir. Guðjón ætlaði til sjóar,
eins og það var kallað, þ. e. róa frá Suðurnesjum komandi vertíð.
Þegar þeir kvöddust, segir Sigurður: „Nú ferð þú suður, og ég
vona að það gangi allt vei, en við sjáumst ekki oftar.“
74
Goðasteinn