Goðasteinn - 01.06.1974, Page 78
Draumur Bjarndísar Sigurðardóttur
á Álftárósi í Mýrasýslu
Bjarndís Sigurðardóttir - fædd 21. ágúst 1863, dáin 21. júní 1950
- og Sesselja Jónsdóttir - fædd 11. okt. 1862, dáin 27. febrúar
1955 - voru grannkonur mikinn hluta sinnar löngu ævi, og lengi
húsfreyjur, sú fyrrnefnda á Álftárósi, hin síðarnefnda á Hofsstöð-
um, en Hofsstaðir og Álftárós eru nágrannabæir. Innan við tíu
ára aldur fluttist Sesselja með forcldrum sínum, Jóni bónda Þor-
valdssyni og Oddfríði Sigurðardóttur að Hofsstóðum, og var þar
til æviloka. Bjarndís kom að Álftárósi 15 eða 16 ára gömul og
var þar til dauðadags. Einhverntíma á unglingsárunum dreymdi
Bjarndísi, að hún sá tvo fugla, þótti henni þær vinstúlkurnar,
Sesselja á Hofsstöðum og hún, eiga sinn fuglinn hvor. Fuglarnir
voru sinn af hvoru kyni, sátu hlið við hlið, sýndu hvor öðrum
ástarhót, sjáanlega í hjúskaparhugleiðingum, ef til vill þegar orð-
in hjón.
Árin liðu og báðar giftust, Bjarndís Erlendi bónda Sigurðssyni
á Álftárósi, Sesselja Jóni bónda Samúelssyni á Hofsstöðum, og
báðar eignuðust börn með mönnum sínum. En rúmlega 40 árum
síðar en Bjarndísi dreymdi drauminn, sem að ofan er getið, skeði
það, að Ólöf dóttir Sesselju og undirritaður, sem er sonur Bjarn-
dísar, felldu hugi saman. Og nú, þegar þetta er ritað, erum við
Ólöf á fertugasta hjúskaparári okkar.
Draum þennan sagði mamma mér, nokkru eftir að ég hafði
skýrt hcnni frá trúlofun okkar Ólafar.
18. mars 1963.
Draumar Sigurbjargar á ökrum
Síðla sumars einhvern tíma á árunum milli 1920 og 1930, dreymdi
Sigurbjörgu Bjarnadóttur, þá bústýru á Ökrum á Mýrum, að hún
þóttist úti stödd á hlaðinu á Ökrum. Gengur þá í hlaðið maður
er hún hafði aldrei séð fyrr og bar engin kennsli á. Er þau höfðu
heilsast, býður hún honum til bæjar, en hann afþakkar það, segist
ekki ætla að stansa neitt núna, en hann verði á ferð hér bráðum
76
Godasteinn