Goðasteinn - 01.06.1974, Side 79

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 79
aftur, og þá muni hann nú eitthvað staldra við. Nú líður af sumarið. En seint um haustið eða á öndverðum vetri - ég man ekki hvort heldur var - varð eitt af mörgum sjó- slysum framan Mýrar. 1 það skiptið var það norskt gufuskip, er kom frá Sigluf.irði og ætlaði til Reykjavíkur, en fórst með öllu, sem á því var, úti fyrir Mýrum. Ekki veit ég, eða man, hvort frést hafði að Ökrum um slysið, þegar Sigurbjörg, einn morgun er hún kemur á fætur, segir við hitt heimilisfólkið: „Það er ég sannfærð um, að hér er rekið lík. Mig dreymdi í nótt sama mann- inn og mig dreymdi í sumar, og nú segist hann vera kominn hing- að og ætla að vera hér.“ Sigurbjörg var á yngri árum sínum kona skjótráð og hugrökk, bjó hún sig í snatri og gekk niður að sjó. Ekki hafði hún langt farið með fram sjónum, er hún finnur sjó- rekið lík, og þekkir strax, að þarna er kominn maðurinn, sem hana dreymdi um nóttina, og áður, um sumarið. Lík þetta var jarð- sett á Ökrum. 23. jan. 1963. Herhergið Ekki veit ég hve oft, en það var oft - þetta var á ungu dögun- um - dreymdi mig herbergi, alltaf sama herbergið. Mér fannst það vera einhvers staðar í bænum heima, en í vökunni gat ég enga grein gert mér fyrir hvar í bænum það gæti verið, og ekki var þá útlit þess svo ljóst fyrir mér, að ég gæti lýst því. En í hvert sinn er mig dreymdi það, kom það mér jafn kunnuglega fyrir sjónir og húsakynnin, sem ég gekk um og dvaldi í að meira eða minna leyti, og að segja daglega. Og í draumunum fannst mér það vera einhverskonar einkaherbergi mitt, þar ætti ég heima, og þar var gott að vera. Vorið 1923 voru gerðar nokkrar breytingar á bænum heima, m.a. búið til nýtt herbergi, sem átti að verða, og varð, hjóna- herbergi. Ég var þá trúlofaður, og höfðum við kærustupörin ákveðið að giftast næsta haust, sem við og gerðum. Rétt fyrir sláttinn fór ég í 3ja daga ferðalag. Breytingunni á bænum var þá að mestu lokið, verið var að mála hjónaherbcrgið, væntanlega. Goðasteinn 77

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.