Goðasteinn - 01.06.1974, Side 80

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 80
Ég kom heim um nótt. Var þá búið að ganga frá hjónaherberg- inu og rúmið mitt komið þangað. Þegar ég er um það bil háttaður og ætla að fara að lcggjasi upp í rúmið, er eins og opnist allt í einu einhver skonsa í minningahreysi mínu, því nú stendur glöggt fyrir hugarsjónum mínum draumaherbcrgið, og þetta her- bergi, sem nú er ég í, er í einu og öllu, smáu og stóru, nákvæm- lega eins og það. 31. des. 1962. Blóðuga hendin Rétt eftir áramótin 1945-46 dreymdi mig, að önnur höndin á mér var alblóðug. Ekki vissi ég, hvaðan þetta blóð hafði komið, en mér leið illa í svefninum. 26. s. m. - þ. e. jan. 1946 - andaðist stofufélagi minn hér á Vífilsstaðahæli. Steinar hét hann, Magnússon, úr Reykjavík, óvenju elskulegur, ungur maður, og frábærlega vel gefinn, bæði til sálar og líkama. Þrátt fyrir mikinn aldursmun hafði tekist með okkur innileg vinátta, og saknaði ég hans mjög. Hvort sem vit er í þeirri ályktun eða ekki, taldi ég þá, og tel cnn, að draumurinn um blóðugu höndina hafi verið fyrir fráfalli Steinars. 22. febr. 1963. Molar ,,Að verða eftirleiðis" eða „verða kyrr“. Þannig var oft komist að orði þegar hjú ætlaði að verða næsta ár á sama heimilinu og það var á yfirstandandi ár. Karl, sem Þórður hét, var spurður um, hvort manneskja, sem ég man nú ckki hvað hét, yrði kyrr. Karlinn svarar: „Ekki veit ég hvort hann hefur falað hana, en hitt veit ég, hann ætlar upp á hana.“ Þó þetta væri svona orðað hjá gamla manninum, fólst ekki í því minnsti snefill af klámi, hcldur meinti hann, að ,,hann“ þ. e. húsbóndinn, treysti því, að umrædd stúlka yrði hjá honum næsta 78 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.