Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 81

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 81
ár. Enda venja Þórðar að segja „upp á“ í merkingunni, treysta á, reiða sig á þetta eða hitt. Hér fyrr meir, þegar vinnuhjú voru á flestum heimilum, og á stórum heimilum mörg, var verkaskipting á heimilum meiri en síðar varð, að ég ekki tali um nú á tímum. Eitt sinn var Þórður gamli spurður, hvaða störfum þessi og hinn á heimilinu, sem hann var á, gegndi. Sagði hann víst þar um eins og það var. Þegar röðin kom að heimasætunni á bænum, hvaða störf hún hefði á hendi, svaraði karlinn: ,,Hu, hún gerir ekki annað en tennsa sig!“ Með orðinu ,,tennsa“ átti hann víst við það, sem nú á dögum er kallað snyrting. Sigurður Oddsson, langafi minn, var síðustu æviár sín í Knarr- arnesi hjá vini sínum, Ásgeiri, föður Bjarna á Reykjum, er lengi var þingmaður Mýramanna, ráðherra, sendiherra o. fl. Einhverju sinni voru 2 eða fleiri af vinnukonunum í Knarrarnesi að leggja af stað í kynnisferð upp í sveit, og komnar út á hlað, en þangað fylgdi þeim eitthvað af hinu heimilisfólkinu. Rankar þá ein þeirra við sér og segir: „Við gleymdum að kveðja hann Sigurð gamla, við biðjum bara að heilsa honum.“ Þegar kveðjunni var skilað til gamla mannsins, segir hann: „Guð blessi þær, og fylgi þeim, það er að segja ef hann nær þeim.“ En um það virtist karlinn vera í nokkrum vafa, fyrst þær hröð- uðu sér svo, að þær gáfu sér ekki tíma til að kveðja hann. Herdís, dóttir Sigurðar Oddssonar, þess er að ofan getur, giftist Einari Bjarnasyni í Straumfirði, og þar bjuggu þau. Einar var móðurbróðir Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds og þeirra systkina. Einhverju sinn var Sigurður gamli spurður að, hvort Herdís dóttir hans hefði vinnukonu. Karlinn svarar: „Ojæja, það er nafnið, og sköpunin, að ég held. Vinnukonan, sem hér um ræðir, var unglingsstúlka, um ferm- ingaraldur, óvenju smávaxin. 18.des. 1962. Goðasteinn 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.