Goðasteinn - 01.06.1974, Side 82

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 82
Goðasteinn á margra góðra manna að minnast, lifs og liðinna. Einn þeirra er dr. Sigurður Nordal, sem lést á þessu ári, maður ógleymanlegur öllum, sem áttu því láni að fagna að hafa af hon- um kynni. I venjulegri samræðu virtust öll orð hans fallin til þess að geymast komandi dögum og árum. Dr. Sigurði söfnuðust mörg föng frá fræðaþulum landsins. Til þcirra er að telja þær sagnir Sigurjóns Erlendssonar frá Álftárósi á Mýrum, er hér birtast. Dró Sigurður þær eitt sinn upp úr handraða sínum ásamt öðru efni og afhenti Goðastein.i til nota, en Sigurjón hafði sent honum. Sig- urjón Erlendsson er þekktur fróðleiksmaður og eiga m.a. Orða- bók Háskólans og Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins honum skuld að gjalda. Sagnirnar eru hér birtar með leyfi hans. Lærður eða ólærður? Benedikt skáld Gröndal var, sem kunnugt er, hálærður maður, fjölfróður og feikilega lesinn. Mætti því ætla, að hann hafi ekki gert mikið úr þekkingu þeirra manna sem ekki voru langskóla- gengnir. En eftirfarandi orð hans virðast þó bcnda til hins gagn- stæða: Orðið ólærður merkir raunar þann sem ekki er latínulærður, en margir ólærðir fslendingar eru miklu lærðari en margir eða flestir skólagengnir menn. Vér þurfum ekki annað en að minna á Sigurð Breiðfjörð og Gísla Konráðsson og margir lifa enn, að vjer ekki nefnum Björn á Skarðsá og alla sögumenn vora, sem líklega hafa fæstir verið latínulærðir. Lærdómur eða fróðleikur þessara ólærðu manna er byggður á fornritunum, því þau fela í sér svo mikinn menntunarforða, að klassískrar menntunar þarf því nær ekki við. 80 Benedikt Gröndal í „Gefn“ 1873 bls. 57. Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.