Goðasteinn - 01.06.1974, Side 83

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 83
Jón R. Hjálmarsson: Drottning Norðurlanda Þegar Friðrik 9. Danakonungur safnaðist til feðra sinna í árs- byrjun 1972 eftir langa og farsæla stjórnartíð, korn elzta dóttir hans til valda í landinu. Heitir hún Margrét og hlaut sem kunn- ugt er þjóðhöfðingjatitilinn Margrét II. Þannig var sem sé mál með vexti, að löngu áður hafði önnur kona, sem einnig bar nafnið Margrét, ráðið ríkjum í Danmörku og raunar á öllum Norður- löndum. Drottning sú, sem síðari tíma menn nefna Margréti I., var raunar aldrei til ríkis borin, en engu að síður komst hún til valda, átti ævintýralegan og að mörgu leyti stórmerkan stjórnmála- feril og markaði svo varanleg spor í sögu norrænna þjóða, að hún verðskuldar fyllilega að hennar sé minnzt, þótt ekki verði að þessu sinni nema í örstuttu máli. Margrét fæddist árið 1353 og var hún yngst barna Valdemars konungs atterdags og Heiðveigar drottningar hans frá Suður- Jótlandi. Valdemar konungur átti erfiða og mjög stormasama konungstíð, enda var hann óvæginn og harðgerður og fór sínu fram á hverju sem gekk. Hciðveig drottning er næstum óþekkt í sögunni, en talið er að hún hafi verið skýrleikskona og að Margrét dóttir hcnnar hafi sótt til hennar mikið af góðri greind sinni, hygg- indum og hæfileikum til að umgangast fólk og ná því, sem hún vildi, með samningalipurð. En það stóð ekki til að Margrét yrði stjórnandi Danmcrkur, heldur var það bróðir hennar, Kristófer Valdemarsson, sem átti að erfa ríkið. Hann féll hins vegar í einni af fjölmörgum styrjöldum föðursins löngu áður en til þess kæmi. Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.