Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 83

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 83
Jón R. Hjálmarsson: Drottning Norðurlanda Þegar Friðrik 9. Danakonungur safnaðist til feðra sinna í árs- byrjun 1972 eftir langa og farsæla stjórnartíð, korn elzta dóttir hans til valda í landinu. Heitir hún Margrét og hlaut sem kunn- ugt er þjóðhöfðingjatitilinn Margrét II. Þannig var sem sé mál með vexti, að löngu áður hafði önnur kona, sem einnig bar nafnið Margrét, ráðið ríkjum í Danmörku og raunar á öllum Norður- löndum. Drottning sú, sem síðari tíma menn nefna Margréti I., var raunar aldrei til ríkis borin, en engu að síður komst hún til valda, átti ævintýralegan og að mörgu leyti stórmerkan stjórnmála- feril og markaði svo varanleg spor í sögu norrænna þjóða, að hún verðskuldar fyllilega að hennar sé minnzt, þótt ekki verði að þessu sinni nema í örstuttu máli. Margrét fæddist árið 1353 og var hún yngst barna Valdemars konungs atterdags og Heiðveigar drottningar hans frá Suður- Jótlandi. Valdemar konungur átti erfiða og mjög stormasama konungstíð, enda var hann óvæginn og harðgerður og fór sínu fram á hverju sem gekk. Hciðveig drottning er næstum óþekkt í sögunni, en talið er að hún hafi verið skýrleikskona og að Margrét dóttir hcnnar hafi sótt til hennar mikið af góðri greind sinni, hygg- indum og hæfileikum til að umgangast fólk og ná því, sem hún vildi, með samningalipurð. En það stóð ekki til að Margrét yrði stjórnandi Danmcrkur, heldur var það bróðir hennar, Kristófer Valdemarsson, sem átti að erfa ríkið. Hann féll hins vegar í einni af fjölmörgum styrjöldum föðursins löngu áður en til þess kæmi. Goðasteinn 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.