Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 86

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 86
clrottningu bjó. Hún stefndi þá ríkisráði og öðrum stórmennum Danmerkur saman til þings og lét kjósa sig við hátíðlega athöfn í dómkirkjunni í Lundi stjórnanda landsins. Drottningarnafn bar hún að vísu ekki opinberlega, sem þó virðist að hefði verið eðli- legt, heldur var hún hyllt á þingstöðum landsins á þann hátt, að þar sem hún væri dóttir Valdemars konungs og móðir Ólafs kon- ungs og með því að báðir væru dánir, þá væri hún kjörin sem frú, húsbóndi og stjórnandi Danmerkurríkis. Hið sama gerðist einnig skömmu síðar í Noregi og var hún þar hyllt sem drottning Hákonar konungs og móðir Ólafs konungs, en með því að Nor- egur var erfðaríki og ríkiserfðir bundnar við karllegg, þá fékk hún systurdótturson sinn, Eirík af Pommern, sex ára að aldri, viðurkenndan sem ríkiserfingja þar. Á þessum árum efldi hún mjög stöðu ríkis síns út á við og hélt greifum Iioltsetalands, Hansa- kaupmönnum og Svíum mjög í skefjum. í Svíþjóð ríkti um þessar mundir Albreckt konungur af Mecklenburg. Hann var systursonur Magnúsar Eiríkssonar, hins sænsk-norska konungs, og hafði verið kvaddur til valda í land- inu 1363, er sænskir stórmenn gerðu uppreisn gegn þeim feðgum, Magnúsi og Hákoni. Albreckt hafði haldið konungdómi í landinu meira í orði en verki, því að sænskir aðalsmenn fóru mjög sínu fram. Þá hafði hann fengið marga Þjóðverja til landsins sér til aðstoðar og fóru þeir lítt að lögum og venjum. Var konungnr því fremur óvinsæll með þjóðinni. Voldugasti aðalsmaður Svíþjóðar var Bo Jonsson og gegndi hann dróttsetaembætti hjá konungi. Réð hann yfir drjúgum hluta landsins, sem hann ýmist hafði að léni eða sem veð. Þegar Bo Jonsson féll frá, reyndi Albreckt kon- ungur að auka völd sín með því að hrifsa undir sig mikið af löndum hans. Kom þá til átaka milli hans og þeirra aðalsmanna, er til forsvars voru vegna barna hans ungra. Skarst þá svo mjög í odda að stór hluti sænskra aðalsmanna gaf upp alla trú og hollustu við Albreckt, sneru þeir sér því næst til Margrétar drottningar og buðu henni að taka völdin í landinu, enda hefði hún alltaf gert þar kröfu til yfirráða sem drottning Hákonar Magnússonar og móðir Ólafs konungs. Var þetta snemma árs 1388. Margrét tók tilboði Svía og hóf að vígbúast. 84 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.