Goðasteinn - 01.06.1974, Side 88
konung í hverju Iandinu af öðru og efndi síðan til sameiginlegrar
stórhátíðar í Kalmar, þar sem hún lét krýna þenna unga fóstur-
son sinn sem konung allra Norðurlanda með mikilli viðhöfn hinn
17. júní 1397. Viðstaddir voru erkibiskupar, ríkisráðsmenn, aðals-
menn og annað stórmenni frá öllum löndum Margrétar og var
þessi athöfn öll hin skrautlegasta og mikilfenglegasta. Má líta á
hana sem eins konar hátind í ævistarfi og hugsjón Margrétar, sem
var sameining Norðurlanda í þágu friðar og bræðralags. Krýning-
arbréf Eiríks konungs er varðveitt og er í því lögð rík áherzia á
þátt kirkjunnar, blessun hennar og guðs náð, gagnvart því, sem
þarna var verið að gera. Lýkur því síðan á hjartnæmum þakklætis-
orðum til Margrétar fyrir allt, sem hún hafði gert fyrir lönd sín
og þegna.
Varla var lakkið á innsiglunum undir krýningarbréfinu orðið
þurrt, þegar Margrét tók fyrir næsta verkefni, sem ef til vill hefur
verið aðalmarkmið hennar með hátíðinni í Kalmar, er var endan-
leg sameining allra Norðurlanda í eitt ríki. Um það mál fjallar
annað plagg frá Kalmar og er það einnig varðveitt. Sameiningar-
skjal þetta frá 20. júlí 1397 er eitt umdeildasta plagg í gjörvallri
sögu Norðurlanda. En í stuttu máli hefur það að geyma sameigin-
leg grundvallarlög fyrir öll norrænu ríkin að því er varðar kon-
ungskjör, landvarnir, utanríkismál og dómsmál. Jafnframt því er
þó lögð rík áherzla á sjálfstjórn hvers ríkis heima fyrir í eigin
málum. Um sameiningu landanna segir á þá leið, að vilji guð
hafa það svo, skuli ríki þessi aldrei skiljast að, heldur kjósa sér
sameiginlega konung úr hópi sona látins konungs. Og eigi hann
enga syni, þá einhvern annan, sem samkomulag verði um. Eilífur
friður skuli vara meðal norrænu ríkjanna og ætíð skuli þau koma
fram sem órofa heild gagnvart öðrum löndum.
Þetta og sitthvað annað stendur skrifað í sameiningarskjalinu
frá Kalmar og lætur óneitanlega vel í eyrum. En skjalið var
aldrei fullgert á formlegan eða lagalega bindandi hátt. Það var
aðeins undirritað af fáum þeirra, er settu nöfn sín á krýningar-
skjalið, það var aðeins ritað á pappír í stað pergaments sem
venja var, og það var aldrei staðfest af ríkisráðum viðkomandi
Jflnda. Nánast var allt tilstandið þessa heitu sumardaga 1397 að-
86
Goðasteinv