Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 95

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 95
miðað er við miðju bogans og niður á neðri brún klyfberafjala. Þeir mynduðu venjulega krappt horn við bogann að ofan. Yfir- leitt voru þeir kringlóttir, gerðir úr kvistalausri furu eða öðru traustu efni. Beinklakkar voru nokkuð algengir. Hef ég séð þá úr stórgripslegg, úr hvalbeini og úr hreindýrshorni. Miðklakkur á klyfbera var ýmist ferstrendur eða sívalur, alltaf mjórri um miðju og oft með gati. Víða voru klyfberabogar smíðaðir úr tveimur hlutum, settir saman um miðju mcð geirneglingu og íbognum járnspöngum fram- an og aftan á boganum. Byggðasafnið í Skógum á einn slíkan klyfbera, gefinn af Hannesi Árnasyni frá Hrólfsstaðahelli á Landi. Smiðurinn var Þórður Jónsson hinn blindi á Mófellsstöðum í Skorradal. Faðir minn, Tómas Þórðarson, minnist þess, að hann sá klyfbera með því lagi, smíðaðan af Jóni Sveinbjarnarsyni á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum um 1900. Jón var kunnugur í Húna- þingi og Borgarfirði og kann að hafa haft fyrirmyndina þaðan. Klyfberi án gjarða er enginn klyfberi. Raunar mun hafa verið talað um óreiddan klyfbera, en tíðast var talað um alreiddan klyfbera, og var hann þá búinn til þess að leggja hann á reiðings- hest. Gerð klyfberagjarða er kapituli útaf fyrir sig, sem hér verða lítil skil gerð. Klyfberagjarðir voru ýmist hárgjarðir, ullargjarðir, hampgjarðir eða melgjarðir, gátu enda verið af fleiri efnum gerð- ar. Hafiiði Guðmundsson í Búð í Þykkvabæ sagði mér, að mel- gjarðir hefðu verið allra gjarða beztar, svo ófúagjarnar og síður hætt við, að hestar yrðu kviðsárir undan þeim. Sama sögðu gamlir Skaftfellingar austan sands, sem gerðu mikið af gjörðum úr sumtagi melróta. Klyfberagjarðir voru ýmist þverbrugðnar eða oddabrugðnar. Jón Árnason í Lækjarbotnum í Landsveit talaði um valbrugðna gjörð og gaf byggðasafninu í Skógum eina slíka, og er verklagið afbrigði af oddabrugðinni gjörð. í gömlu máli koma fyrir orðin hálfodduð gjörð og alodduð gjörð. Gísli á Búlandi lét Skóga- safni í té tennta oddagjörð. Mála sannast er, að útfæra má mynstur og litasamsetningu oddagjarða og annarra gjarða á nokk- uð fjölbreytilegan hátt. Klyfberagjarðir voru þrjár, brjóstgjörð, miðgjörð og náragjörð, Goðasteinn 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.