Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 96
1
Mynd. 111.: Klyfberi með hleypiklökkum Sigurjóns í Hvammi.
Ljósm. Vigfús L. Friðriksson.
festar við klyfberafjalir með gagntökum úr ól eða snæri. Gagn-
tökin voru dregin upp um göt á klyfberafjölunum og fest þar
rneð hnúti ef um snæri var að ræða, en ól var oft fest þar með
trétyppi eða sauðarköggli, sem smeygt var í þar til gerða æs á
ólarendanum. Á hinum enda klyfberagjarðanna var sylgja fest
með ól eða spotta, er nefndist sylgjutak. Klyfberasylgjur voru
tvígataðar eða eingataðar, úr hrútshorni eða hvalbeini, stundum
voru þær hringur úr járni, kopar eða afsöguðu hrútshorni. Fleiri
efni komu þar til greina. Þær voru tengdar við móttök á klyf-
berunum, þegar girt var á. Móttök voru fest með sama hætti við
klyfberafjalir og gagntök og gerð úr sömu efnum.
Sjaldgæft var, að allar klyfberagjarðir væru girtar sama megin
á hrossi. Brjóstgjörð og náragjörð voru að jafnaði girtar sama
megin og miðgjörð girt hinum megin frá. Klyfberi með öllum
gjörðum girtur sama megin nefndist einyrki eða kellingaklyf-
beri. Maður, sem vann einn að því að girða á, hélt í klakkinn til
mótvægis, er hann herti á gjörðinni. í heybandsflutningum þurfti
að laga reiðinga í hverri milliferð.
Dæmi eru þess, að reiði væri hafður við klyfbera. Einkum
þótti það gott ef fara þurfti með klyfjahest um brattlendi.
Á seinni hluta 19. aldar kemur til sögunnar á Norðurlandi ný
klyfberagerð, klyfberar með svonefndum hleypiklökkum. Ekki er
94
Goðasteinn