Goðasteinn - 01.06.1976, Page 5

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 5
Ingunn ]ánsdóttir, Skálafelli: „Þá var öldin önnur" Séra Brynjólfur Guðmundsson var prestur á Kálfafellsstað í 60 ár, kominn í beinan karllegg frá séra Guðmundi í Einholti syni séra Ólafs sálmaskálds í Sauðanesi. Fjórir synir séra Brynjólfs urðu bændur í Suðursveit: Árni á Smyrlabförgum, kona hans Guðrún systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs, Einar á Brunnum, kona hans Þórdís systir Jóns konferensráðs, Guðmundur á Kálfafelli, fvrri kona hans Auðbjörg Þórðardóttir, íngimundarsonar á innra Kálfa- felli, lögréttumanns, Björn á Reynivöllum, kona hans var Bergljót Sigurðardóttir sýslumanns á Smyrlabjörgum, Stefánssonar. Fjórar voru dætur þeirra Guðmundar og Auðbjargar á Kálfa- felli, þrjár dóu í bólunni 1786 og móðir þeirra líka. Ingunn dóttir þeirra lifði af bóluna, þá barn að aldri. Uppkomin varð hún kona Þorsteins V.igfússonar á Skáiafelli, síðar á Felli. Þá stóru jörð keypti Þorsteinn og bjó þar þangað til Gísli sonur hans tók við, sem bjó þar nokkur ár en flutti síðan að Uppsölum í Suðursveit. Fell fór síðar í eyði af jökulhlaupum. Mörg voru börn Þorsteins og Ingunnar, þar á meðal Guðný kona Sigurðar Arasonar á Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.