Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 14

Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 14
svo gott lestrarlag að það £æri ekkert fram hjá manni af því, sem hann læsi. Hann las á kvöldum íslendingasögur og fleira. Einu sinni var hann að lesa Laxdælu. Sigurður Sigurðsson oddviti á Kálfafelli var næturgestur. Móðir mín segir við afa minn: „Blcss- aður Jón, hættu nú að lesa, ég held mann dreymi ekki vel, þegar maður hlustar á þessi voðalegu vígaferli.“ Þá sagði Sigurður odd- viti: „Lestu meira, Jón, þetta er enginn bardagi, enginn bardagi.“ Margt meira mætti segja frá gamla tímanum, sem yngri kyn- slóðin hefur ekki hugmynd um, sumir halda jafnvel að gamla fólkið hafi haft það miklu rólegra en nú gerist, auðvitað af þeklc ingarleysi en ekki vondri hugsun. Gamla fólkið afkastaði miklu með mikilli fórnfýsi og þrautseigju og viljaþreki við allsleysi og erfið skilyrði. Maður er ekki búinn að gleyma því, þegar við vorum 7 ára vakin kl. 7 á morgnana til að smala kvífé og kúm, berfætt cf áfall var, til að eiga sokkana þurra til dagsins, áttum kannski ekki nema tvennt til skiptis, mesta lagi þrennt og ekki alltaf gott að þurrka það á hlóðarsteinum við eldinn. Á vetrum var grjót rifið upp hingað og þangað og dregið heim á sleðum á sjálfum sér cða hestum beitt fyrir. Grjótið var notað til húsbygginga. Torfkekkir til hleðslu voru stungnir á vorin, þar sem seigur var ferðavegur í mýri. Þeir voru fluttir heim á torf- krókum. Sjóldæði og skinnstakkar voru saumuð úr góðum sauðaskinnum, eirlituðum cða blásteinslituðum og saumað með togþræði, sem vel var vandað til. Skinnsokka notuðu menn í ferðalögum. Fram á fermingaraldur minn sá ég ekki menn í stígvélum nema prestinn og hreppstjórann og aðra, sem voru í stórri stöðu. Allt skótau var karbætt og hafði þjónustan það mest á hendi. Ekki sváfu allir við dúnsængur, gæruskinn undir, og ofan á ullarrekkjuvoð og brekán. Við það sváfum við systkinin. Seglsæng var undirsæng í hjóna- rúmum. Seglið fékkst í ströndum, síðar í verslunum. Spariföt voru úr fínu þelbandi. Giftingarföt héldu menn oft uppá til spari alla sína ævi. Fallapeysur voru prjónaðar úr fínu þelbandi. Þóra tengdamóðir mín átti eina slíka, þegar ég kom til hennar 1904, og var ekkert farin að litast upp. Þóra var dóttir Jóns ríka í Hólmi, sem átti tvær harmonikur, sem hann spilaði á, ég held 12 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.