Goðasteinn - 01.06.1976, Side 16

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 16
ur. Börn Guðmundar og Snjólaugar voru 5, Jón, er áður nefndur. Hin voru: Höskuldur, sem fluttist til Vopnafjarðar og giftist þar. Sonur hans, Jón, varð eftirlitsmaður Landssímans um Austurland til Hornafjarðar. Sveinn sonur hans býr á Höfn og er eftirlitsmað- ur Landsímans, myndarmaður. Nikulás bóndi á Breiðumýri í Vopnafirði. Sonur hans er Jón læknir í Reykjavík, mjög vinsæll. Guðmundur fluttist til Ameríku um síðustu aldamót með konu sinni og dóttur á fjórða ári, Vigdísi, sem enn lifir og býr með syni sínum, Georg Hansson, í Chicago í Bandaríkjunum. Hann var kennari við menntaskóla þar í borg, nú vfirbókavörður og vinnur að doktorsritgerð, hefur mikið að starfa við háskóla. Fyrir þremur árum kom hann hingað að Skálafelli. Var tvisvar áður búinn að koma til íslands, fyrst kynnisferð að Árnanesi, þar sem móðir hans er fædd og hún þá með honum. Öðru sinni var hann um vetur kennari í Keflavík hjá varnarliðinu. Við ræddum margt saman, og þurfti ég margs að spyrja um frændfólk og aðra vini í Kanada. Leysti hann greiðlega úr. Erindi hans hingað var að taka mynd af Skálafelli, þar sem afi hans var fæddur og langafi og langalang- afinn bjó í Skálafellsseli. Eftir þrjár vikur fékk ég bréf frá hon- um og ættartölu hans svo sjá mætti, hvort við værum sömu ættar. Svo var að vísu, því móðir hans og móðir mín voru þremenningar og þó enn meira skyld móðir hans föðurætt minni. Síðan hefur hann skrifað mér mörg bréf full af fróðleik, bænum og blessunar- óskum, sem hafa glatt mig og vakið til andlegrar blessunar. Nú er hann að koma upp húsi út á landsbyggðinni á fögrum stað og með hollu lofti að anda að sér og skírði það Skálafell. Tvær myndir hefur hann sent mér af Skálafelli sínu í vesturheimi. Þang- að fer hann með móður sinni og vinafólki til að hvíla sig frá störfum. Þessi fjarlægi frændi minn og vinur er búinn að senda mér fjölda af myndum og myndabókum frá heimalandi sínu. Hann er mikill Islandsvinur og les allar íslenskar bækur, sem hann kemst yfir, þó aldrei á íslenskum skóla, en þegar hann var að heimsækja Sigríði ömmu sína í Kanada, þá talaði hún íslensku við hann. Það er gott að lesa bréfin hans, á þeim er furðu góð íslenska og hann segir að sér þvki gott að lesa mín bréf. Þriðja barn Guðmundar og Snjólaugar ljósu minnar var Ástríð- 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.