Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 22
Sigurður Björnsson, Kvískerjum:
Skálaviður
„Þat segja menn, at þau yrði æfilok Flosa, at hann færi utan,
þá cr hann var orðinn gamall, at sækja sér skálavið, ok var hann
í Noregi þann vetr. En um sumarit varð hann síðbúinn, . . . . “
Margt er ótrúlegt í Njálu, en þó mun þessi saga, um erindi
Flosa í feigðarför hans einna ótrúlegust.
Flosi bjó á rekajörð, og hefur þar ekki skort húsavið á seinni
öldum, svo að þar hefur ekki verið fenginn viður til húsagerðar
að, fyrr en á þessari öld. Varla hefur trjáreki verið minni á sögu-
öld en seinna var, og því harla ótrúlegt að Flosi hefði ekki getað
byggt sæmilegt hús úr rekaviði, enda vafalaust getað fengið spýtur
hjá nágrönnum ef með þurfti. Að vísu hefur þurft meiri við í
þiljuð hús áður en sagir komu til sögunnar, cn rnenn hafa þó
ábyggilega þá kunnað vel að rífa tré, og sennilega haft allgóð
áhöld til þess. Sagt er líka að Flosi hafi verið orðinn gamall
maður, og hefur hann því varla reiknað með að njóta hússins lcngi.
Skip Flosa hefur ekki verið stórt, fremur en önnur skip þá,
og því varla flutt annað með því landa á milli, en það sem nauð-
synlegast þótti.
En FIosi var ekki sá eini, sem flytja vildi við til landsins. Má
minna á viðinn, sem Ólafur pá flutti að utan í eldhús sitt, en
samkvæmt sögunni hlýtur það að hafa verið alþiljað.
Þó er ótrúlegri sagan um kaupmennina, sem seldu Þórði hreðu
viðinn. Sagnir um skálabyggingar Þórðar munu að vísu verða að
teljast ótraustar, en hitt verður þó ekki efað, að á ritunartíma sög-
unnar voru til myndarlegir skálar, sem þá var talið að hefðu verið
gcrðir ekki seinna en á söguöld. Ekkert virðist mæla gegn því að
fleiri en einn skáli hafi verið byggður af sama manni, hvað sem
hann kann að hafa heitið.
20
Goðasteinn