Goðasteinn - 01.06.1976, Page 32
Á Kvískerjum eru kirkjuleiði,
kynstra mikil silunga veiði,
rekkurinn ei frá rekanum sneiðir.
Á Breiðumðrk var byggðin hans Kára,
bágt er að muna tii þeirra ára,
kvrnar hans Kára kenndu á sultinum sára.
Upp eru taldir Öræfabæir,
eru þar menn í skárra lagi.
Drottinn sendi björg í bú svo öllum nægi.
Skráð eftir Svcini Bjarnasyni frá Hofi í Öræfum (95 ára) 4.
mars 1976. Kvæðið er eftir séra Gísia Fionbogason á Sandfelli,
d. 1703. Svcinn telur sig hafa lært kvæðið af ömmu sinni, Sigríði
Gísladóttur.
Það er sögn manna að sonur sr. Gísla hafi búið á Hofsnesi og
cigi hann því við sjálfan sig, þar sem hann víkur að honum
„gamla paura“. Sumra ætlan cr að vísan um Breiðumörk eigi
frcmur við síðasta bóndann á Breiðá, er Gísli hét, en Sviðu-Kára,
og hafi kýr hans komist í bjargþrot á síðustu árum byggðarinnar.
Hu.gsanlcga á orðið kirkjuleiði í vísunni um Kvísker við örnefnið
Kirkjugötur að því, cr Sigurður á Kvískerjum segir.
30
Goðasteinn