Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 33
Þórðnr T ómasson:
Hjónin á Hvoli og Hvolsbrenna
Á fyrra hluta 17. aldar var mestur auður saman kominn í
Rangárþingi á Stórólfshvoli á garði Katrínar ríku og manns
hcnnar, Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns. Sunnan undir Hvols-
fjalli, undir Bjallanum, blasti við hinn vel hýsti höfðingjabær,
„horfinn um með grænt torf“ og rétt neðan hans Hvolskirkja,
engu síður runnin saman við landið, sem hún stóð á. Kirkjuvaldi
miðalda hafði ekki tekist að klófesta Stórólfshvol í staðamálum,
þessi forna Oddaverjaeign var enn athvarf valds og auðs hástéttar
landsins.
Katrín ríka var dóttir Erlendar Ásmundssonar sýslumanns á
Stórólfshvoli og konu hans Salvarar Stefánsdóttur prófasts í Odda,
Gíslasonar biskups í Skálholti. Ásmundur afi hcnnar var sonur
Þorlcifs Pálssonar lögmanns á Skarði á Skarðsströnd, giftur Hólm-
fríði Erlendsdóttur bónda og lögréttumanns á Stórólfshvoli, Jóns-
sonar sýslumanns og skálds, Hallssonar. Bar Hólmfríður nafn
ömmu sinnar Hólmfríðar ríku í Stóradal og síðar á Eyvindarmúla.
Einn hlutur minnir cnn áþreifanlega á höfðingjann Erlend Ás-
mundsson, föður Katrínar, en það er söðulreiði hans, iistagripur
mikill. Fannst hann blásinn úr sandi á Rangárvöllum laust eftir
miðja 19. öld og er nú varðveittur í Þjóðminjasafninu. Á hann er
letrað: „Ellendvr ásmunds son á þcnnan reiða enn enginn annar
1639.“
Katrín Erlendsdóttir var borin til auðs og virðingar, einbirni
í arftöku. I föðurgarði hennar hefur verið dýrmætt safn húsbún-
aðar, fatnaðar, kvensilfurs, bóka og handrita og auðugt gjaforð
bætti þar miklu við.
Katrín giftist 1635 Vigfúsi sýslumanni syni Gísla Hákonarson-
ar lögmanns í Bræðratungu og kor.u hans, Margrétar, dóttur séra
Jóns Krákssonar í Görðum á Álftanesi. Gísli lögmaður var einn
Goðasteinn
31