Goðasteinn - 01.06.1976, Page 34

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 34
virtasti höfðingi landsins framan af 17. öld, niðji hinna auðugu Ásverja í Kelduhverfi og sonarsonur Árna Gíslasonar hins ríka á Hlíðarenda. Vigfús sonur hans var fæddur 1608. Hann lauk háskólanámi í Kaupmannahöfn 1628, varð þá skólameistari á Hólum um tvö ár og um önnur tvö rector Skálholtsskóla og sótti eftir biskupsembættinu í Skálholti eftir Odd biskup Einarsson. Dr. Páll Eggert Ölason segir svo um Vigfús í íslenskum ævi- skrám: „Hann þótti mjög kröfuharður í kcnnslu cn er þó í góðum heimildum talinn valmenni og höfðingi. Maður skarpvitur og tal- inn hinn lærðasti. Var latínuskáld. Hcfir samið ritgerð á latínu um hjónabönd. Bjó fyrst í Bræðratungu frá 1631 en síðar (líkl. frá 1640) að Stórólfshvoli.“ Rök eru fyrir því að þau hjón Vigfús og Katrín hafi búið á erfðajörð Vigfúsar, Ytra-Raufarfelli undir Eyjafjöllum, áður en þau fluttu að Stórólfshvoli. Vigfús hafði samtímis sýsluvöld í Rangárþingi og Árnesþingi og hélt þá lög- sagnara sér til aðstoðar. Hann slcppti Rangárvallasýslu að hálfu 1645. Það er alkunna að sagnfræði og þjóðsaga fara löngum í ýmsu ólíkar leiðir, og oft blínir þjóðsagan á það, sem sagnfræðin leiðir hjá sér. Þjóðsagan fer jafnframt með sinn sigur af hólmi í því, sem nefnt er almannarómur. Minning Katrínar ríku og Vigfúsar sýslumanns hefur lotið því lögmáli. Auður, völd, menntun og mannkostir hafa horfið þeim í skugga auðsýki og ásælni. Lofleg samtíðarvitni eru þar létt á metaskálum. Býr Katrín þar við skarð- ari hlut en bóndi hennar. Það er gömul sögn að á Hvolsþingi hafi eitt sinn verið ekkja, sem greiða skyldi eitthvað í skatta og skyldur en hafði ekkert fram að bcra nema eitt brekán og þó ekki óslitið. „Ekki get ég svipt þið sængurplöggum," á Vigfús sýslumaður að hafa sagt. Kona hans var þá nærstödd og tók til orða: „Fullgott er þetta í skarnleppa undir börnin þín.“ Varð svo ekkjan af með brekán sitt. Mælt er að Katrín hafi kvatt mann sinn með þessum orðum, cr hann lagði af stað í þingaferðir: „Mundu nú eftir mér og þínum fátæku börnum, Fúsi.“ Flann á þá að hafa svarað: „Hugsa þú um þig og þína gráðaböggla." Aðrir herma orð Vigfúsar á þessa leið: „Hugsa þú um sjálfa þig og sálina þína, Katrín.“ Þau hjón áttu 32 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.