Goðasteinn - 01.06.1976, Side 36

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 36
Enn er það sagt að Katrínu hefði dreymt mann sinn dapran í bragði. Kvaðst hann eiga það upp á hana að hann ætti dapra vist eftir dauðann. Var það mál manna að sá draumur hefði horft Katrínu til hugbótar í útlátum við snauða menn. Dag nokkurn var það í fögru sumarveðri að Katrín viðraði silkislæður sínar, tröf og fataskart. Hún vék þar frá stutta sund en þegar hún vitjaði skartsins, var það allt horfið ncma hvað hún sá á endann á einni silkislæðunni út úr kjaftinum á rauðum kálfi, sem hvarf síðan. Nokkru síðar dreymdi Katrínu það að Hvolskirkja stóð í ljós- um loga. Oti í kirkjunni átti hún gcymdar kistur margar mcð miklu fémæti. Draumurinn leiddi til þess að hún lét bera kistur sínar allar inn í staðinn en kistur vinnufólks út í kirkjuna. Haustið 1648, þann 20. október, varð svo Hvolsbrcnna, sem mjög er nafnkennd í sögnum. Brann þar allur staðurinn á Stór- ólfshvoli, nema kirkjan, og hefur í fáa tíma eyðst meiri auður hériendis í húsbruna. Samtímaheimildir greina frá brennunni en þjóðsögur hafa einnig talið hana frásagnarverða. Sagt er að Katrín hafi valið sér Bjallann ofan við bæinn að sjónarhóli meðan eldurinn eyddi auði hennar. Á bergið í Bjallanum að hafa verið orðið svo klökkt af hitanum, er Katrín leitaði þar uppgöngu, að hún markaði þar spor í bergið, sem enn eru sýnd þar til sann- indamerkis. Börn Katrínar áttu þarna athvarf hjá henni. Jón ættfræðingur á Ægissíðu greinir frá þessu í ættartölum sínum: ,,Var þá Katrín með barn á handlegg sér og segir barnið: „Sko hann pápa með glótorfuna," þegar fjandinn stóð við að tendra bálið.“ Sumi.r herma orð barnsins á þessa leið: „Þarna er hann pápi í reyknum að skara í.“ Almælt var að í bcit hefðu þessi orð heyrst frá eldinum: „Aldrei nóg, aldrei nóg.“ Á þetta minnir gamall húsgangur: í eldinum heyrðist aldrei nóg, sem uppbrenndi á Hvoli. Af saman dregnum sýsluplóg sást ei eftir moli. Sagt er að svo mikið hafi eyðst af peningum og smíðuðu borð- silfri og kvensilfri í brennunni að silfurlækur hafi runnið niður 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.