Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 50
eiga óhægt um vik, þar sem þeir vissu ekki hverjar málsbætur
kynnu þar að vera og vildu margir þeirra því ekki halda lengra
og fresta málinu. En ekki komust þeir upp með það fyrir ofur-
kappi landfógeta, sem var sækjandi, og hafði og til þess stuðning
nokkurra fylgismanna sinna.
Niðurstaða málsins varð sú, að dómarar töldu skýlaust að Jón
biskup hefði stórlega brotið af sér gagnvart konunglegum tilskip-
unum og landsrétti. Kváðu þeir upp dóm hinn 7. júlí á þá leið
að af eignum hins látna biskups skyldu 1000 ríxdalir renna sem
sektarfé til konungs, 50 ríxdalir til fátækra prestsekkna í Hóla-
stifti og aðrir 50 til fátæklinga í Skagafirði og cnn fremur 600
ríxdalir til Kristófcrs Heidemanns landfógeta. En ekki treystu
dómarar sér til að ákveða, hvort Jón biskup hefði brotið svo af
sér í lifanda lífi, að hann missti við það cmbætti og vísuðu því
atriði til konungsnáðar.
Eftir þenna þunga dóm var illa komið högum Guðríðar, ekkju
Jóns, og barna þeirra, níu talsins, flcstra ungra. Virtist þar fátt
til varnar, þar sem danska embættisvaldið fór fram af fullri
hörku og ofríki. Elsti sonur þeirra hjóna var Þórður, þá 18 vetra
og við nám í Kaupmannahöfn, hinn efnilegasti maður. Þessi ungi
guðfræðistúdent undi illa þeim harða dómi, er felldur hafði verið
yfir föður hans látnum, og hófst handa við að fá cinhverja leið-
réttingu þeirra mála. Tókst honum að fá hæstaréttarstefnu í málinu
og fór með hana til íslands sumarið 1691 og birti hana Heidemann
fógeta og dómurunum öllum og einnig ýmsum norðanmönnum,
sem vitnað höfðu gegn föður hans. Skyldu menn þessir allir mæta
fyrir hæstarétti, cn úr því varð ekkert og fór enginn, nema Heidc-
mann fógeti.
Hæstaréttardómur féll loks í málinu 15. júlí 1693 og var þar
svo kveðið á, að hinn þungi dómur nefndarinnar á alþingi 1690
skyldi hvorki verða Jóni biskupi látnum né vandamönnum hans
til nokkurrar hneisu eða útláta öðrum en þcim, að erfingjarnir
skyldu greiða Heidemann landfógeta 100 ríxdali í málskostnað.
Stóð þar með ekki steinn yfir steini af fyrra dómi og þótti
hinn ungi biskupssonur mjög hafa sýnt manndóm og áræði í að
48
Goðasteinn