Goðasteinn - 01.06.1976, Page 52
Skyggnst um bekki í byggðasafni
XXVII
Af hlöðum hóndans á Ægissíðu
Börn bændahöfðingjans Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum
á Rangárvöllum (1794-1883) eru meðal merkustu rangæinga á
19. og 20. öld. Guðmundur var þríkvæntur. Fyrsta kona hans
var Ingiríður Árnadóttir frá Brekkum, önnur Guðrún Pálsdóttir
frá Keldum og þriðja Þuríður Jónsdóttir frá Skarðshlíð. Guð-
mundur eignaðist alls 23 börn með konum sínum og einn son
utan hjónabands. Komust 14 þeirra til þroska. Eiga nú fjölmargir
menn ætt til þeirra að rekja. Mikið skarð væri fyrir skildi í Rang-
árþingi ef Skúli Guðmundsson á Keldum (1862-1946) hefði ekki
haldið hlífiskildi yfir þeim húsum þar, sem í dag eru ein dýrasta
eign landsins. Að sama skapi sá hann borgið lausum minjum,
skrifum og skjölum staðarins og varðveitti mörg fræði frá
gleymsku. Steinhúsið á Selalæk á Rangárvöllum minnir enn á
hinn framsýna búnaðarfrömuð Sigurð Guðmundsson (1861-1917).
Auðnarlegra væri um að litast í bókmenntum og skráðri sögu
héraðsins ef Vigfús Guðmundsson (1868-1952) hefði ekki tekið
saman sögu Oddastaðar, Keldna, Breiðabólsstaðar og greinargerð
um Eyðibýli á Rangárvöllum, svo eitthvað sé nefnt af verkum
þess eljumanns og fræðasafnara. Hér skal svo numið staðar við
bóndann og ættfræðinginn Jón Guðmundsson á Ægissíðu (1856-
1929). I handritasafni Hannesar Þorsteinssonar í Landsbókasafn-
inu í Reykjavík er varðveitt ættartölusafn Jóns, 7 bindi í arkar-
broti, 2452 blaðsíður, einstakt eljuverk, byggt jöfnum höndum á
50
Goðasteinn