Goðasteinn - 01.06.1976, Page 53

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 53
Ægissíðuhjón, ]ón og Guðrún. embættisbókum presta og hreppsyfirvalda og á munniegum eða skrifuðum fyrirspurnum til manna víðsvegar um Suðurland. Mjög mikið var og sótt í prentaðar heimildir svo sem Sýslumannaævir og fréttablöð. Jón bjó í þjóðbraut, í gestagötu. Allan ársins hring lá straumur gesta um heimili hans. Vart le.ið svo nótt að þar væru ekki fleiri eða færri næturgestir. Sumir sátu þar marga daga. Þctta var frá- bært tækifæri til að heyja sér fróðleik, enda óspart notað. Má sjá í skrifum Jóns mörg dæmi um þetta. Einn greinarbesti gestur hans á sviði ættfræði var ferðamaðurinn alþekkti Guðmundur Guð- mundsson, sem víðast átti sér auknefnið kíkir. Jón sinnti fleiri sögulegum rannsóknum. Ber Árbók hins ís- lenska fornleifafélags því m. a. vitni, þar sem er ritgerð Jóns „Holtsvað,, Holtavað, m.m.“ og fjallar um staðfræði Njáls sögu (Árbók 1928, bls. 22-47). Aðdrættir og uppköst Jóns á Ægissíðu að hinu mikla ættartölu- safni hans hafa til skamms tíma geymst á Ægissíðu, vel varðveitt af Þorgilsi bónda bar, syni Jóns. I safni hans kennir og fleiri grasa. Auk ýmissa skjala og sendibréfa er þar að finna margt „matarlegt" Goðasteimi 51

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.