Goðasteinn - 01.06.1976, Page 56

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 56
aðeins á nefið og taldi ekki með því tjargað. Ei að síður hef ég oftast orðið að taka eitthvað af tjörguðu fé til frálags það haustið og kemur sá mismunur fram, svo og dautt og vantandi á tímab.ilinu. Ber því ekki að líta á tölu alls fjárins við tjörgun- ina, enda oft selt á sumrin, áður en það var tjargað. Venja var að taka hrúta heim eftir fengitíma. Kom þá oft fyrir að ær væru geldar og þótti betra en fá sumrunga, sem kallað var, eða síðborin lömb. Æfinlega var hleypt til á Þorláksmessu. Sýningin á Hellnatúnsbakkanum átti að vera 8. júní, 1910, en svikist um að halda hana, þó eitthvað daginn eft.ir, þannin fært til eftir vilja nágrannanna. Mcr þá boðin verðlaun en þáði ekki, þótti narrið nóg fyrri daginn í norðan frostveðri með bestu mjólk- urkýr. Fjártal 1906. Lambahellir 41, Hellistúnshellir 19, lambhrútar 2, Stekkatúns- hellir 50, Hólahellir 67, sauðahús 77, Gaddstaðaey 9. Samtals 265. Nokkrar framkvcemdir. 1887: Mokaður upp og uppgerður Ræsahellir og byggt hús aftan við sauðahúskumlið. 1895: Búinn til Hrútshellir. 1896: Jarð- skjálftaárið. Hlaðinn brunnurinn, vesturbæjar. Stækkaður Hóla- hellir. Hlaðið kuml að nýju. 1909: Brunnhcllir. 1910: Sauða- hús. 1912: Hesthús, kamrar. 1913: Hlaðinn Fjóshellir for- skálinn, norðurveggur (suðurveggur 1900?), og hænsnakofi að öllu leyti. Hellirinn hreinsaður. Girðingin milli landa. Búrið gcrt upp. 1914: Túngarður. Lagáður heygarður. 1915: Forskáli Lambahellis. Hreinsaður Hólahellir, settur garði. Uppgert taðhús, rnókofi, Eyja- kofi. Færður skúrveggur. Girt úr Sandhelli með hamarendum að Hverfisvegi. Mál á reiðing Ytra borð 2 álnir og kvartel, innra borð 1 alin og 19 þuml- ungar. Bæði borðin, breidd 28 þumlungar. Heimild frá Gunnari Hinrikssyni. Klyfberafjölin 16 þumlungar, tveimur þumlungum lcngri að aftan en framan. Boginn 10'/2 þumlungur á milli fjala 54 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.