Goðasteinn - 01.06.1976, Page 58

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 58
sumarið eftir, en klaki fór ekki úr jörð þó ber væri allt sumarið. Frost var-r- 23 gráður á R bæði kveld og morgun á góuþrælinn en -3- 16 gráður u.m hádegi. Sama veður gekk allt fram til viku af einmánuði. Or því fór að slaka til með gaddinn. Um það bil fannst mikið af fuglum helfrosnum, álftir, andir og ýmsir smáfuglar, en fénaður féll ekkert það vor, því hey voru nóg og öllu gefið. En í ofboðsveðri um sumarmálin 1882 féll fénaður umvörp- um vegna grasleysis sumarið áður er leiddi af gaddinum 1881. Veturinn 1882 var alls ekki harður utan kafl á góunni, sem var hagleysi vegna ísingar, og voru víða þrotin hey um sumarmál það vor. -o- Berjaárið mikla 1910. Snjóa- og hagleysisveturinn til láglendis 1909-1910. Rigningahaustið ómunalega frá gamla höfuðdegi til veturnótta. Hey úti þá svo hundruðum skipti á mörgum bæjum t. d. á Merk- urbæjum allar engjar undir flötu heyi því svaðadjúp og óþurrkur mikill um sumarið, þeyvindur 4 daga eftir veturnætur. Fellisárið 1914, í Austur-Skaftafellssýslu 1915. Bcejavísur í Skaftártungu Þórunn kona Gísla á Býjaskerjum gerði þessar bæjavísur í Skaftártungu um 1860. Gísli maður hennar hafði ætlað að gera þær en kom þeim ekki eins saman: Gröf og Ásum giöggt ég les, glaður sé þar haiur, Hemra, Flaga, Hrífunes, Hlíð og Svínadalur. Fljótastaðir fá oft skell, fást í Seli rjúpur, Búland, Hvammur, Borgarfell, býli Snæs og Núpur. 56 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.