Goðasteinn - 01.06.1976, Page 62
-0-
Árið það, sem alþing var og Oddakirkja
byggð, þó timbur yrði ekla,
um þær mundir gaus hún Hekla.
-o-
Guðmundur Benediktsson bóndi í Burðarholti í Holtum, dáinn
úr lungnabólgu sjómaður suður í Keflavík um vertíð 1878, jarð-
aður þar. Guðmundur var hagmæltur og gerði ýmsar bögur:
Heitstrengingu held ég þá,
heims þó bresti auður,
Holtinu ekki flyt ég frá,
fyrr en ég er dauður.
Guðmundur byggði fyrstur í Burðarholti um 1856, bjó þar
22 ár, síðan var það í eyði látið.
Maður hafði lagt sig í býnafnagerð um Háfssóknar söfnuðinn
og var farinn að kalla upp nöfnin þegar fólkið kom til kirkjunnar.
Um þetta orti Guðmundur:
Sig um vefur syndahnút,
svartur geðs í landi,
nafnagiftir gefur út
grindhoraður fjandi.
-o-
Sagt eftir 10 ára barn undir Eyjafjöllum:
Mikinn gróða mektin ber,
mikið syngja fuglarner,
mikil grasa mergðin er,
mikill guð mig framleiðer.
—o—
60
Goðasteinn