Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 64
Þess ég óska þornabil,
þó hún manninn spenni,
eins og hefur unnið til
auðna launi henni.
Ort af Guðmundi bónda á Voðmúlastöðum, er átti Guðrúnu
systur Bóelar á Þorleifsstöðum til konu, er hafði verið lofuð
honum.
Brynjólfur var á Útskálum, gekk með kvenmanni út á Skaga að
vitja kinda, albjartan dag í góðu veðri, en hvorugt sást síðan.
Þótti undarlegt, talið að hyllt væru af hulduvættum.
Sögn.
Pir danski bað að drekka, fékk áfir í austi. J. E.
Hljóttu gæði og góðan frið,
gæfan til þín vendi.
Tóm er sleifin, taktu við,
tíndi ég allt úr henni.
Sami kallar á telpu til að borða, en komin inn á millibilinu. J.E.
Langt er enn að leita þín
fyrir lúinn mann og þjáðan.
Hefurðu ckki heyrt til mín,
Helga, síðan áðan?
—o—
Illsku þrjótur, óforsjáll,
á þó njótar horfi,
stóri, ljóti, sterki Páll
stritar í grjóti og torfi.
Eftir Guðrúnu konu Kristjáns í Vetleifsholti.
62
Goðasteinn