Goðasteinn - 01.06.1976, Page 65

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 65
Veiðiskapur, fiskur og silungur, í draumi er fyrir lakari tíð, verri veðráttu. Harðfiskur og tré fyrir hörkum. Gamlir cmbættismenn og berir menn fyrir harðindum. Þegar tekur í, drynur í fossi, veit það á áttina, sem verða mun næsta dag. Á illt veit þá illa lætur í hundsbelg. Orðtakið á við garnagaul í hundi. Þetta veit á hörkur. -o- Á þorraþrælinn þá kom fjúk, þá gjörðist hún Þóra sjúk. Hræddist ég í mínum búk að moka upp hey og brunna. Þá giftist hann Jón og hún Gunna. —o— Krummi snemma kom í tún, kaskur er á fætur, á kvöldin fer í klettabrún, kúrir þar um nætur. —o— Hundar þá hrafn sjá, hendast á, aila leið á tún tá °g gjá, gjá. Krummi runninn þeim hjá, þrýtur spá. Aldrei skaltu mér ná og svei þá. -o- Goðasteinn 63

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.