Goðasteinn - 01.06.1976, Page 67

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 67
Sá ég í suðrinu svartan göltinn vaga, hann ber hærra hné en maga. Köngulóin. Fuglsnafn og lítið ljós. Valtýr. Hálft í hendi mér og hálft í hafið út. Hafliði. Sá ég frúna hvar hún var að gína, hún var rauð neðan, loðin að ofan. þurfti ég félagans við, sem hangir við karlmanns hlið. Hvönn. Út gekk ég óvís, inn gekk ég vis. Kom ég þar að, hvar tólf tungur sungu í einu höfði. Býflugnabú í hrosshaus. Spakmceli Sá sem smíðar birkihrip svo ekki krikti, hann getur smíðað haffært skip svo ekki hrikti. Frá toppi skal tré saga en rót rífa. Af draumum læra menn að verða spakir. Bittu ekki þyngri bagga en þú getur borið. Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.