Goðasteinn - 01.06.1976, Page 73

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 73
sem fædd var 1881. Frá þessari heimsókn er sagt í íslenskum þjóð- sögum II, sem Einar Guðmundsson kennari, skráði og safnaði, bls. 5-9. Heimamaðurinn, sem fékk rekkjunautana þrjá, var Þórður Brynjólfsson, síðar bóndi á Bakka í Landeyjum og skráði Einar sögu sína eftir frásögn sonar hans, Lofts bónda á Bakka. í sögu Einars segir m. a. á þessa leið: „Dreymdi Þórð þá, að mennirnir kæmu aftur að rúminu, og tók annar þeirra til orða, hægt og í sorgmæddum rómi: „Við drukknuðum fyrir mörgum vetrum með Páli í Mclshúsum í Grindavík, og við fylgjum mann- inum þeim arna.“ Þ. T. KÆSTA SKATAN Kæst skata þótti fyrrmeir mikill herramannsmatur. En til þess að fá hana vel kæsta, þurfti hún að liggja lengi í kös ósöltuð, og siðan aðcins sáð í hana salti. Bóndi nokkur fann að því við vinnu- mann sinn að skatan, sem hann fékk á vertíð, væri aldrei nógu kæst. Hugðist vinnumaður reyna að bæta úr þessu. Fær hann nú skötu í hlut sinn snemma á góu, leggur liana í slorfor, nýveidda, og lætur hana liggja þar framundir sumarmál. Þá tók hann hana upp og sáir í salti. Þegar bóndi kom svo að sælcja hlut vinnumanns, líkar honum vel verkunin á skötunni, lyktin sagði t.il sín. Var nú ekki lengi dregið að sjóða bita af skötunni. Át bóndi sig vel saddan og líkaði vel verkunin, En ekki át hann oftar kæsta skötu, því þetta var hans banabiti. Gömul sögn. Handrit Guðlaugs E. Einarssonar. Goðasteinn 71

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.